is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29988

Titill: 
  • Börn eiga að njóta vafans: Siðferðilegar röksemdir um bólusetningar barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bólusetningar hafa frá upphafi verið uppspretta ágreinings um virkni og öryggi þeirra, sér í lagi bólusetningar barna en þær hafa verið mikið í umræðunni síðustu ár og áratugi. Fjöldi þeirra foreldra sem kýs að hafna bólusetningum fyrir börn sín að hluta til eða alfarið fer vaxandi. Efasemdir um öryggi og gagnsemi bóluefna eru algengasta orsök þess að foreldrar bólusetja ekki börn sín. Rangar eða misvísandi upplýsingar, sem auðvelt er að nálgast á fjölmörgum vefsíðum og á samfélagsmiðlum, eiga sinn þátt í aukinni andstöðu foreldra. Bólusetningar barna eru sérstakar að því leyti að þar er um er að ræða velferð og hugsanlegan rétt ósjálfráða og varnarlausra einstaklinga, sem víðtæk samstaða ríkir um að eigi að njóta sérstakrar umönnunar og verndar. Í ritgerðinni er farið stuttlega yfir sögu bólusetninga og síðan reynt að svara spurningunni um hvort traust siðferðileg rök séu fyrir bólusetningum barna. Fjögur meginlögmál lífsiðfræði og vísindarannsókna um virðinguna fyrir sjálfræði, skaðleysi, velgjörð og réttlæti eru notuð sem greiningarrammi við úrlausn spurningarinnar. Til að svara henni eru skoðuð helstu rök fyrir bólusetningum barna með tilliti til velferðar barnanna, en árlega veita þær milljónum barna vernd gegn hættulegum smitsjúkdómum sem geta valdið örkumlum og dauða. Jafnframt er horft til kostnaðarraka, þ.e. þess mikla sparnaðar sem þær færa í heilbrigðisþjónustu og öðrum félagslegum kostnaði. Næst er fjallað um hjarðónæmi sem er almennt talið vera stærsti ávinningur bólusetninga. Hjarðónæmi myndast ef bólusetningarhlutfall helst nægilega hátt og sé það öflugt í samfélaginu má halda smitsjúkdómum í skefjum. Samfélagið allt nýtur þá góðs af því, þar með talið þeir sem ekki er hægt að bólusetja sökum aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Hjarðónæmi er því skoðað með tilliti til almannaheilla, almannagæða og siðferðilegra álitamála í tengslum við sanngjarna dreifingu byrða og ávinnings. En hjarðónæmi verður einungis viðhaldið með virkri þátttöku meginþorra íbúa samfélagsins. Viðfangsefnið er ennfremur skoðað með hliðsjón af rétti barna til opinnar framtíðar, en það er hugtak sem bandaríski réttarheimspekingurinn Joel Feinberg setti fram um það sem hann kallar varðveitt réttindi barna. Það eru þau réttindi sem börnin hafa ekki enn öðlast þroska til að nýta og ber að varðveita þangað til að þau eru orðin fullþroska. Samkvæmt því ber að forðast að taka mikilvægar ákvarðanir sem fela í sér óafturkræfan skaða eða draga úr möguleikum og valfrelsi barnsins síðar á lífsleiðinni. Að lokum er gerð grein fyrir algengustu áhyggjum og efasemdum um öryggi og virkni bóluefna og hvort velferð barna sé best borgið með bólusetningum.

  • Útdráttur er á ensku

    The efficacy and safety of vaccination has always been controversial, especially the vaccination of children, but this subject has been widely discussed in recent years and decades. The number of parents who decide to prevent the vaccination of their children in part or completely is increasing. Doubts about vaccine safety and its benefits are the most common cause for parents making the decision not to vaccinate their children. Incorrect or contradictory information, easily accessible on numerous websites and on social media, is in part to blame for this increased resistance from parents. Childhood vaccinations in particular are a special case as they involve the well-being and potential rights of vulnerable individuals, and there is widespread consensus on the need for special care and protection for children. This thesis briefly summarizes the history of vaccinations and then tries to answer the question as to whether solid moral arguments exist for the vaccination of children. The four main principles of bioethics and scientific research regarding the respect for autonomy, nonmaleficence, beneficence and justice are used as an analytical framework for the resolution of the question. The main arguments for childhood vaccinations are presented as pertaining to the children's well-being, but each year they provide millions of children with protection against dangerous infectious diseases that can cause death or leave them invalid. At the same time the cost-benefits of vaccinations are presented, i.e. the savings they bring in healthcare and other social costs. The focus is then turned to herd immunity, but it is considered to be the largest benefit of vaccination. Herd immunity is achieved if vaccination rates are sufficient and if it remains strong in society then infectious diseases can be kept at bay. The society as a whole benefits from it, including those who cannot be vaccinated due to their age or some underlying illnesses. Herd immunity is, therefore, looked at as a question of public safety, public goods and ethical issues of just distribution of burdens and benefits. However, heard immunity will only be maintained through the active participation of the majority of the citizens within any given society. The subject is also viewed from a child’s right to an open future, a term coined by the American political and legal philosopher Joel Feinberg, about what he calls “children’s right-in-trust”. Those are rights that children are not yet mature enough to exercise and should be preserved until they have reached full maturity. According to that one must refrain from making important decisions that entail irredeemable harm or limit the child’s possibilities and freedom of choice later in life. Lastly, the main concerns regarding the safety and efficacy of vaccines will be discussed and whether the well-being of children is best secured through vaccination.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fannar-asgrimsson-ma-ritgerd-skemman.pdf3.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-fannar.pdf137.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF