is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29989

Titill: 
  • Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og Dyflinnarreglugerðin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um börn og barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun á umsókn þeirra vegna Dyflinnarsamstarfsins. Börn eru viðkvæmur hópur sem hefur þörf fyrir sérstaka vernd og ber ríkjum að tryggja að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt. Þessum réttindum barna er stefnt í hættu þegar ríki geta ekki eða vilja ekki vernda grundvallarmannréttindi tiltekinna hópa borgara sinna. Vegna þess hve börn á flótta eru sérstaklega berskjölduð fyrir hvers kyns misnotkun, barnaþrælkun og mansali hefur alþjóðasamfélagið stigið inn í til þess að auka við réttindi barna á flótta.
    Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að kanna helstu réttindi sem börn og barnafjölskyldur eiga tilkall til þegar þau leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd og hvaða sérstöku verndarhagsmuna er litið til þegar endursenda á fylgdarlaus börn eða barnafjölskyldur úr landi á grundvelli 36. gr. laga um útlendinga. Í öðrum kafla er rakin þróun alþjóðlegrar samvinnu til aukinnar mannúðar- og flóttamannaverndar og vikið að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna til að skýra út hvað felst í því að sækja um alþjóðlega vernd. Þá eru í þriðja kafla skoðuð helstu réttindi sem börnum á flótta eru tryggð, þá aðallega út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvaða vernd Mannréttindasáttmáli Evrópu veitir þessum hópi umsækjanda um alþjóðlega vernd. Í fjórða kafla eru rakin helstu réttindi barna í íslenskum rétti en með nýjum lögum um útlendinga var reynt að komast til móts við auknar kröfur alþjóðasamfélagsins til ríkja um að tryggja aukin réttindi og vernd umsækjanda um alþjóðlega vernd, þá sérstaklega fylgdarlausra barna. Þá er í fimmta kafla gerð grein fyrir hvað felst í Dyflinnarsamstarfinu, frá því að Schengen svæðið kom til sögunnar og hið samevrópska hæliskerfi þar til Dyflinnarreglugerð III var samþykkt árið 2013. Litið er til helstu verndarráðstafana og réttinda sem núgildandi Dyflinnarreglugerð veitir börnum og barnafjölskyldum með hliðsjón af íslenskum rétti. Þá er í sjötta kafla fjallað um framkvæmdina á Íslandi og sjónum beint að þremur löndum innan Dyflinnarsamstarfsins, þ.e. Noregi, Frakklandi og Ítalíu og kannað málsmeðferð og móttökuaðstæður í löndunum. Skoðaðir eru úrskurðir kærunefndar útlendingamála og hvaða mat þau leggja við endursendinga barna og barnafjölskyldna til ríkjanna þriggja. Að lokum verður umfjöllunarefni ritgerðarinnar dregið saman í sjöunda kafla og litið til helstu niðurstaða.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og Dyflinnarreglugerðin.pdf1.12 MBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf308.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF