is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2999

Titill: 
  • Viljinn í verki: Saga Styrktarfélags vangefinna 1958-2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin skiptist í fjóra meginhluta eftir tímabilum. Í fyrsta hlutanum varpa ég ljósi á það samfélag sem varð til á Íslandi upp úr seinna stríði – mótun nútímaríkisins. Það er athyglisvert að skoða samfélagsþróunina í tengslum við þróun málaflokksins sem Styrktarfélagið tók upp á sína arma. Staða þroskahamlaðra var vægast sagt döpur á fyrri hluta tuttugustu aldar en fékk ótrúlega góðan hljómgrunn um leið og félagið tók að beita sér. Ég ræði ástæður þessara breytinga á högum þroskahamlaðra og tengi við mótun íslenska velferðarríkisins.
    Í öðrum hluta verksins er gerð grein fyrir stofnun félagsins og uppbyggingu þess á fyrstu áratugunum. Rakin eru helstu áhersluatriði og þau mikilvægu skref sem tekin voru til þess að festa félagið í sessi. Rýnt er nákvæmlega í uppbyggingu dagheimila félagsins sem skiptu miklu máli fyrir fjölskyldur þroskahamlaðra og lífsgæði þeirra, en fram að stofnun dagheimilanna áttu foreldrar litla aðra möguleika en að senda börnin sín frá sér á stofnun eða hafa þau heima í nokkurri einangrun. Í öðrum hlutanum er einnig komið inn á ýmis tímamót og mikilvæg skref sem voru stigin til að búa þroskahömluðum eðlilegt líf, svo sem að búa þeim möguleika til þess að fara í sumarfrí. Í þriðja hlutanum er félaginu fylgt frekar eftir og reynt að varpa ljósi á breytingar á eðli sjálfboðaliðastarfs og þau umskipti sem félag á borð við Styrktarfélagið gekk í gegnum með vaxandi kröfum um sérhæfingu í kjölfar aukinnar menntunar og innleiðingar faglegra vinnubragða. Breytt lífsmynstur og samfélagsgerð hafði þau áhrif að fólk hafði almennt minni tíma til þess að koma að sjálfboðaliðastörfum. Félagið þurfti að læra að fóta sig í þeim veruleika.
    Í fjórða hluta er farið yfir breytingar sem félagið þurfti að ganga í gegnum við aldamót sérstaklega þær sem lúta að nafnbreytingu þess, en það skipti um nafn á afmælisárinu og nefnist nú Ás – Styrktarfélag. Í þessum hluta velti ég því einnig fyrir mér hvort félagið eigi framtíðina fyrir sér og þá í hvers konar mynd. Var ekki einmitt markmið félagsins frá upphafi að gera starfsemi þess óþarfa með því að koma málum í það horf að aðstandendur og sjálfboðaliðar þyrftu ekki sjálfir að gæta málefna þroskahamlaðra frá morgni til kvölds? Við lok tímabilsins hefur hið opinbera komið að málum á svo afgerandi hátt að áhugavert er að spyrja sig þeirrar spurningar hvaða verkefni bíði Áss – Styrktarfélags á komandi árum.

Samþykkt: 
  • 8.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida_Hilma_fixed.pdf31.15 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
viljinniverki1_fixed.pdf1.42 MBLokaðurMeginmálPDF