is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29992

Titill: 
  • Risinn hefur vaknað: Vaxandi völd Kína á alþjóðavettvangi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vaxandi völd Kína og aukinn sýnileiki og þátttaka ríkisins á alþjóðavettvangi hefur haft miklar breytingar í för með sér í alþjóðakerfinu. Á seinni hluta 20. aldar var Kína fátækt þróunarríki og voru fáir sem gátu spáð fyrir um örlög ríkisins. Í kjölfar opnunarstefnu stjórnvalda frá árinu 1978 varð mikil efnahagsþróun í landinu sem leiddi af sér aukin hernaðarstyrk, en aldrei hefur neitt ríki þróast jafn hratt eins og Kína hefur gert undanfarin 40 ár. Í dag býr Kína yfir næst stærsta hagkerfi í heimi, á eftir Bandaríkjunum, og segja flestar spár að kínverska hagkerfið mun ná því Bandaríska innan fárra ára. Það verður í fyrsta sinn sem annað ríkið nær efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna, frá því að Bandaríkin tóku fram úr Bretlandi seint á 19. öld. Efnahagsleg yfirburðarstaða Bandaríkjanna eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar gerði það að verkum að Bandaríkin voru ótvíræðir sigurvegar og tókst stjórnvöldum þar í landi að móta nýtt frjálslynt alþjóðakerfi sem enn er ríkjandi í dag. En hvaða áhrif mun efnahagslegir yfirburðir Kínverja hafa á núverandi alþjóðakerfi?
    Í þessari ritgerð er þeirri spurningu svarað og er markmið ritgerðarinnar að varpa ljósi á framtíð forystunnar í Asíu. Kína er skoðað út frá þróun stjórnmála þar í landi, vaxandi efnahagsstyrks, aukins hernaðarmátts og breyttri utanríkisstefnu, en allt eru þetta þættir sem hafa haft áhrif á þróun Kína og vaxandi völd þeirra í alþjóðakerfinu. Þar á eftir er gerð grein fyrir núverandi alþjóðakerfi og skoðað er hvernig Bandaríkjunum tókst að móta það með sínum lýðræðislegu hugmyndum og koma á stofnanavæddu- og reglubundnu umhverfi. Með hjálp þriggja kenninga í alþjóðasamskiptum eru samskipti Kína og Bandaríkjanna skoðuð sem og hegðun þeirra í alþjóðakerfinu og fengin er niðurstaða hvar framtíð forystunnar í Asíu mun liggja.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Pálsdóttir MA ritgerð- Svansprent.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 1_KP.pdf585.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF