is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29997

Titill: 
 • „I didnʹt understand that — please try again“: Samskipti Íslendinga og stafrænna aðstoðarmanna
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í kjölfar sífellt nánara málsambýlis íslensku og ensku hafa vaknað áhyggjur þess efnis hvaða áhrif enska muni hafa á lífvænleika íslensku. Með tilkomu svokallaðra samræðukerfa sem að miklu leyti byggja á raddstýrðum samskiptum hafa þessar áhyggjur aukist enn fremur þar sem samskiptin eru gagnvirkari en aldrei fyrr og þar að auki allt í senn persónulegri, dýpri og jafnvel meiri.
  Í þessu verkefni er markmiðið að kortleggja í hversu miklum mæli Íslendingar eru farnir að nota stafræna aðstoðarmenn og þá með hvaða hætti. Jafnframt verður kannað hvernig þeim gengur að nota stafræna aðstoðarmenn á ensku, hvaða viðhorf þeir hafi gagnvart slíkri notkun, hvort þeir myndu nota íslensku væri hún í boði og hvernig þeir sjá fyrir sér notkun sína eftir 2–3 ár. Að lokum verður lagt mat á það hversu vel íslensk máltækni er í stakk búin til að stuðla að íslenskri raddstýringu.
  Með þetta markmið að leiðarljósi er verkefninu skipt í þrjá þætti. Í fyrsta þætti er komið á tengingu á milli enskra áhrifa á íslenskt málsamfélag og spádóma um lífvænleika íslensku. Í öðrum þætti eru lesendur settir inn í stöðu íslenskrar máltækni, þá sérstaklega með tilliti til samræðukerfa og í þriðja þætti, meginþættinum, er framkvæmd og niðurstöðum netkönnunar lýst þar sem markmiðið var að afla upplýsinga um samskipti Íslendinga við stafræna aðstoðarmenn.
  Í ljós kom að þrátt fyrir að stafrænir aðstoðarmenn séu tiltölulega nýlegir á markaðnum höfðu 33,9% þátttakenda prófað slíka tækni. Notkunin reyndist mest hjá yngri þátttakendum og að mestu leyti vera bundin við einfaldar skipanir þó einhver dæmi væru um lengri samskipti. Almenn samstaða var um að mikilvægt þætti að fá íslensku í stafræna aðstoðarmenn og aðra raddstýrða tækni og má mögulega rekja skýringuna að einhverju leyti til þeirrar staðreyndar að tæplega 80% þátttakenda höfðu lent í samskiptaörðugleikum við stafræna aðstoðarmenn þar sem í mörgum tilvikum virtust aðstoðarmennirnir ekki skilja íslenskan framburð á ensku eða íslensk nöfn og staðarheiti. Niðurstöður benda jafnframt til þess að notkun á stafrænum aðstoðarmönnum eigi eftir að aukast hér á landi en töluverða vinnu þarf að leggja í íslenska máltækni svo samskipti framtíðarinnar geti farið fram á íslensku.

 • Útdráttur er á ensku

  The ever increasing language contact between Icelandic and English has raised a number of concerns regarding its influence on the viability of the Icelandic language. The arrival of so-called dialogue systems which are largely based on vocal communication has further increased these concerns due to the interactive, and even personal, nature of the communications that they allow.
  The main objective of this project is to map the extent and nature of the use of digital assistants by the Icelandic population. Furthermore, we will study how well Icelandic language speakers are doing using these assistants, their attitudes towards their use, whether they would prefer using Icelandic in these communications were it available, and how they foresee their use after 2–3 years. Finally, we will evaluate how well Icelandic language technology is prepared to offer Icelandic voice control.
  With this general objective in mind the following report is divided into three parts. In the first part we establish a connection between English influences on the Icelandic linguistic community and predictions of the viability of the Icelandic language. In the second part we present the current state of Icelandic language technology, with special emphasis on dialogue systems. In the third, and main, part, we present the design, execution and results of an on-line survey intended to gather information on the communication of Icelandic language speakers with digital assistants.
  Our results show that even though digital assistance are a relatively recent technology 33.9% of participants reported having used one. Younger participants were more likely to report usage which was mostly bound to simple commands, although there were some examples of more extended communications. The reports show a general consensus on the importance of making Icelandic available for digital assistants and other voice-controlled technology. A possible explanation of this consensus is the fact that just under 80% percent of participants reported communication problems with digital assistants which either be traced to difficulties understanding Icelandic pronounciation of English on the part of the assistant or to Icelandic names and toponyms. Our results also indicate that the use of digital assistance will continue to increase in the years to come, but that a considerable amount of work is needed in Icelandic language technology if Icelandic is to be the language of these future communications. 

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_TinnaFrimann_Skemma.pdf5.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_TinnaFrimann.pdf116.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF