is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27929

Titill: 
  • Fæðingarsamtal : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni höfunda til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að þróa og innleiða fæðingarsamtal fyrir frumbyrjur í mæðravernd, byggt á viðtalsramma sem unninn er út frá hugmyndafræði heildrænnar hjúkrunar (e. integrative nursing), salutogenesis og öðrum þáttum tengdum barneignarþjónustu, og meta áhrifin af þeirri íhlutun. Höfundar draga ályktanir út frá þeim heimildum sem lagðar hafa verið til grundvallar rannsóknaráætlun þessari og nýta þær til að byggja fæðingarsamtalið upp. Kynnt eru drög að fimm útgangspunktum fæðingarsamtalsins í umræðukafla rannsóknaráætlunarinnar. Þeir eru: heildræn nálgun, ferli fæðinga, gagnlegar íhlutanir á meðgöngu, val á fæðingarstað og trú á eigin getu (e. self efficacy). Höfundar leggja til að notuð verði rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði í fyrirhugaðri rannsókn.
    Leitað verður svara við því hvort hægt sé að draga úr áherslu á áhættuþætti barneignarferlisins og auka vægi andlegs heilbrigðis og jákvæðrar upplifunar af fæðingu með innleiðingu fæðingarsamtals í 25 vikna skoðun mæðraverndar.
    Rannsóknarspurning fyrirhugaðrar rannsóknar, sem lögð eru drög af með þessari rannsóknaráætlun, er: getur fæðingarsamtal við frumbyrjur dregið úr fæðingarótta og aukið líkur á jákvæðri og valdeflandi upplifun fæðingar?
    Höfundar vonast til að í framhaldi af þessari rannsóknaráætlun verði fæðingarsamtal innleitt sem eitt af þeim viðfangsefnum sem ljósmóðir fer í gegnum í 25 vikna skoðun frumbyrja í mæðravernd. Fæðingarsamtalið hefur þarfir barnshafandi kvenna að leiðarljósi en það getur að auki dýpkað skilning og sýn heilbrigðisstarfsfólks á mikilvægi jákvæðrar fæðingarupplifunar því slík upplifun hefur langtímaáhrif á heilsu og vellíðan kvenna í samfélaginu.
    Lykilhugtök: fæðingarótti, fæðingarsamtal, frumbyrja, heildræn hjúkrun og salutogenesis.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis submitted towards a B.Sc. degree in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of the research proposal was to develop and implement a birth talk within antenatal care for nulliparous women and to assess the effect of such an intervention. The birth talk is based on a framework of topics rooted in integrative nursing theory, salutogenesis and other factors regarding childbirth services.
    Conclusions were drawn from theoretical sources and the research literature that the authors then applied in the development of the birth talk. A draft with five reference points for the birth talk is presented in the discussion chapter of this research proposal. These are: integrative nursing, the birth process, beneficial interventions during pregnancy, choice of place of birth and self efficacy. Authors recommend that the Vancouver-School of Doing Phenomenology will be used in the research proposal.
    The purpose of this proposal was to answer the question whether it is possible to reduce the emphasis placed on risk factors in the childbearing process and increase the significance of good mental health and a positive birth experience through the implementation of a birth talk at the antenatal care visit at 25 weeks of gestation. The research question which is drafted in this research proposal is the following: can a birth talk with nulliparous women decrease birth fear and increase the likelihood of a birth becoming a positive and empowering experience?
    The authors hope that this research proposal will lead to the implementation of a birth talk given by midwives to nulliparous women during the antenatal care visit at 25 weeks of gestation. The birth talk focuses on pregnant women´s needs and additionally, it can deepen the understanding and vision of health care professionals concerning the importance of a positive birth experience; an experience which can have long-term effects on the health and well-being of women in society.
    Key words: birth fear, birth talk, nulliparous, integrative nursing, salutogenesis.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fæðingarsamtal.pdf886.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna