Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/300
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Meginmarkmið verksins var að öðlast sýn á gildi myndsköpunar hjá ungum börnum. Í þessu verki er fjallað um myndlist barna en hún birtist í hinum ýmsu formum. Við skoðum sérstaklega hvað er myndsköpun, sköpunarferlið sjálft, áhrif myndlistar á nám– og þroskaleiðir barna og síðast en ekki síst listmeðferð.
Tilgangur verkefnisins var að svara því hvort að myndlist væri góð náms– og þroskaleið. Höfundar skoða myndlist barna út frá kenningum Lowenfelds og Brittain, Rhodu Kellog, Elliot W. Eisner og Dr. Önnu M. Kindler.
Myndsköpun er mikilvægur þáttur í leikskólastarfi, flest börn hafa gaman af því að teikna. Í ljósi þess hve mikilvæg náms– og þroskaleið myndlist er, má þá segja að það eigi að ýta undir hana. Þar sem myndlist er ekki síðri en aðrar greinar samanber lestur, skrift og stærðfræði.
Það er skylda leikskólanna að mennta nemendur sína á árangursríkan hátt og skapa nemendum námsaðstæður sem henta hverjum og einum. Til að svo megi vera verður kennarinn að þekkja nemendur sína vel, þarfir þeirra og eiginleika.
Niðurstaða þessarar vinnu er sú að þeir fræðimenn sem við skoðuðum, þrátt fyrir að kenningar og sýn þeirra eru ólíkar eru þeir þó allir sammála um myndsköpun hjá ungum börnum sé mikilvæg.
Þessi leit höfunda var bæði fróðleg, áhugaverð og hefur hún veitt okkur nýja sýn á gildi myndsköpunar fyrir börn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
gildimyndsk.pdf | 596.03 kB | Takmarkaður | Gildi myndsköpunar - heild | ||
gildimyndsk_e.pdf | 70.01 kB | Opinn | Gildi myndsköpunar - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
gildimyndsk_h.pdf | 114.82 kB | Opinn | Gildi myndsköpunar - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
gildimyndsk_u.pdf | 82.45 kB | Opinn | Gildi myndsköpunar - útdráttur | Skoða/Opna |