Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30000
Rannsókn þessi fjallar um teymi og teymisvinnu með áherslu á Stjórnarráð Íslands.
Markmið rannsóknarinnar er að fara ítarlega yfir rannsóknir og fræðilega umfjöllun um
teymi og teymisvinnu. Á grundvelli þeirrar umfjöllunar verður skoðað hvernig
teymisvinna hefur þróast innan Stjórnarráðsins.
Beitt er eigindlegri aðferðarfræði og felst í rannsókninni svokölluð tilviksrannsókn.
Gögnum var safnað með viðtölum við fjóra ráðuneytisstjóra og spurningalistum sem
sendir voru á ábyrgðaraðila tiltekinna teyma í Stjórnarráðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ákveðins misræmis gæti við notkun teyma
í Stjórnarráðinu en stjórnendur eru meðvitaðir um ávinning teymisvinnu og leggja ríka
áherslu á hana. Til þess að ná megi fram að fullu þá kosti sem felast í teymisvinnu þarf að
ráðast markvisst í það verkefni og tryggja góðan undirbúning og skýra umgjörð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Enginn tími fyrir teymi.pdf | 1.45 MB | Lokaður til...01.01.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 313.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |