is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30003

Titill: 
 • Hvað hefur Dyflinn sem Genf og Nýja-Jórvík hafa ekki?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er sjónum beint að flóttamannarétti og sérstaklega stöðu þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi sem bíður endursending til annarra aðildarríkja Dyflinnarreglugerðarinnar, þ.e. ríkja sem hafa þegar synjað þeim um alþjóðlega vernd. Fjallað er um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í þessum málaflokki sem og hvað íslensk lög mæla fyrir um varðandi móttöku og meðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd. Einnig er greint hvernig íslenski löggjafinn hefur innleitt alþjóðlegar skuldbindingar og hvernig framkvæmd íslenskra stjórnvalda í þessum málum hefur verið háttað.
  Þegar kemur að alþjóðlegum skuldbindingum skipta mestu máli Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, Samningurinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951, Dyflinnarreglugerðin og Mannréttindasáttmáli Evrópu. Rakið er efnislegt innihalda þessara gerninga og hvernig þróun lykilhugtaka eins og alþjóðlegrar verndar og bannsins gegn endursendingu hefur verið.
  Undanfarin ár hafa tveir lagabálkar mælt fyrir um réttindi og skyldur útlendinga hér á landi, lög nr. 96/2002 um útlendinga og lög nr. 80/2016 um útlendinga. Það er niðurstaða þessarar ritgerðar að þau hafi verið í takti við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem til skoðunar komu. Reglan um bannið við endursendingu er lögfest nú í 42. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og skv. 1. mgr. 36. gr. sömu laga er meginregla laganna að umsóknir um alþjóðlega vernd skuli taka til efnislegrar meðferðar.
  Skoðun á framkvæmd íslenskra stjórnvalda sýnir hins vegar að þau gæta ekki að því mati sem þeim er þó skylt að gera og þannig er fleirum vísað úr landi hér en mögulega er tilefni til. Gagnrýnt er sérstaklega hvernig kærunefnd útlendingamála framselur skyldu sína að meta hættuna á óbeinni endursendingu til erlendra ríkja. Þá eru jafnframt færð rök fyrir því að íslensk stjórnvöld noti mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu til að skerða réttindi sem umsækjendum um alþjóðlega vernd eru veitt í íslenskum lögum.

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
albert_bjorn_ludvigsson.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf3.63 MBLokaðurYfirlýsingPDF