is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30010

Titill: 
  • Viðurlög vegna brota á 172. gr. tollalaga nr. 88/2005 - Ábyrgð innflytjanda og tollmiðlara á röngum upplýsingum í aðflutningsskýrslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um ábyrgð á upplýsingum í aðflutningsskýrslum skv. 172. gr. tollalaga nr. 88/2008 en álagning aðflutningsgjalda byggir á upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Fjallað er um ábyrgð tollmiðlara innflytjanda en hlutverk tollmiðlara hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Virðist ábyrgð miðlara nokkuð mikil samkvæmt tollalögum en í framkvæmd hefur það ekki verið og hefur t.d. ekki reynt á refsiábyrgð tollmiðlara fyrir dómi. Aðstöðu tollmiðlara gagnvart innflytjanda er líkt við þvingaða stöðu endurskoðenda og viðskiptavina fyrir hrun bankanna árið 2008 en ekki er útilokað að til hagsmunaárekstra gæti komið vegna viðskiptalegra hagsmuna tollmiðlara.
    Fjallað er um rannsókn mála og brot gegn 172. gr. tollalaga sem kveður á um refsingu fyrir ranga eða villandi upplýsingagjöf við innflutning. Þá er fjallað um breytingu sem gerð var á ákvæðinu með rýmkun á saknæmisskilyrðunum og dómar reifaðir með það að markmiði að skýra framkvæmd við beitingu ákvæðisins. Farið er stuttlega yfir lögreglurannsóknir á tollalagabrotum með tilliti til jafnræðis aðila og fjallað um tvö mál sem tollstjóri kærði til lögreglu. Þá er fjallað ítarlega um möguleg viðurlög við brotum gegn 172. gr. tollalaga bæði hvað varðar innflytjanda og tollmiðlara.
    Að síðustu er fjallað sérstaklega um aðstæður sem kunna að koma upp eftir að ákvæði varðandi greiðslu hlutlægs álags, sbr. 180. gr. b. tll. var bætt í tollalögin árið 2017. Sambærilegt ákvæði hafa löngum verið gildandi í skattarétti og því ljóst að mikil reynsla hefur orðið til við beitingu ákvæðisins varðandi skattalagabrot. Er því fjallað um málið frá skattalegu sjónarhorni með það markmið að kanna hvernig hið nýja ákvæði tollalaga gæti komið til með að reynast í framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðurlög vegna brota á 172. gr. tollalaga (skemman).pdf2.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg365.17 kBLokaðurYfirlýsingJPG