Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30012
Hlaðvarp er nýr miðill sem er náskyldur útvarpi en mótast af nýjum miðlunarleiðum og neysluháttum. Hlaðvarp varð til árið 2004 og hefur náð talsverðri útbreiðslu í hinum enskumælandi heimi en miðilinn er enn að festa sig í sessi á Íslandi og er nokkuð jarðarsettur. Á síðustu árum hafa tvær hlaðvarpsþáttastöðvar, Alvarpið og Hlaðvarp Kjarnans, haldið úti framleiðslu hérlendis, sömuleiðis hefur Ríkisútvarpið gert marga útvarpsþætti sína aðgengilega í gegnum hlaðvarp.
Í þessari ritgerð eru hlaðvarpsþættir sjálfstæðra hlaðvarpsframleiðenda bornir saman við útvarpsþætti sem eru framleiddir fyrir línulega útvarpsdagskrá. Skoðað verður hvort munur sé á efnisvali, ritstjórn og framsetningu efnis fyrir hlaðvarp miðað við línulegt útvarp og í hverju munurinn felst. Þá eru umfjöllunarefni, ritstjórn og uppbygging, tímamörk, málfar, hlustendur og endurgjöf, auk framleiðsluskilyrða og kostunarmöguleika þáttanna tekin til greina. Einnig er því velt upp hvort ákveðnar gerðir þátta úr línulegu útvarpi henti betur til dreifingar í hlaðvarpi og mismunandi þáttagerðir greindar með tilliti til hlaðvarpshlustunar. Ljóst er af þessum samanburði að hægt er að finna margt sem skilur þáttagerð sjálfstæðu hlaðvarpsstöðvanna frá hefðbundnu útvarpi. Benda niðurstöður til þess að tilkoma hlaðvarps feli í sér breytingar á fleiru en bara miðlunarleiðinni, en hefðir í efnisvali og framsetningu hlaðvarps eru þó enn í mótun.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ElinEddaPalsdottir.pdf | 1,54 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing.png | 9 MB | Locked | Yfirlýsing | PNG |