is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30013

Titill: 
  • Náttúran og varnarlaus samfélög. Mannfræði á hamfaratímum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tíðni og alvarleiki hamfara tengdum náttúrunni hefur aukist á undanförnum áratugum sem má rekja að mestu leyti til loftslagsbreytinga. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvað felst í hugtakinu náttúruhamfarir og hvernig varnarleysi samfélaga hefur áhrif á stærð atburða sem flokkast sem slíkir. Upplifun fólks af náttúrulegum atburðum sem valda skaða er mismunandi eftir menningum og viðbrögð þeirra eru eftir því. Mannfræðin leggur áherslu á að meta verði hvert samfélag eftir þeirra eigin forsendum án fyrirfram ákveðinna hugmynda rannsakandans. Menningarlegt afstæði er því mikilvægt þegar kemur að því að veita samfélögum aðstoð vegna neyðar og þegar orsakir neyðarinnar eru metnar. Mannfræðingar hafa bent á að ekki séu til náttúruhamfarir, eingöngu manngerðar hamfarir sem megi rekja til ójöfnuðar og kerfisbundis ofbeldis sem þrífst í samfélaginu áður en náttúrulegur atburður á sér stað. Umræður um náttúruhamfarir hafa verið áberandi síðustu misseri, en þær fjallar aðeins um hluta þeirra hamfara sem eiga sér stað í heiminum. Ýmis öfl hafa vald til þess að stjórna því hvaða upplýsingar berast almenningi, þ.á.m. fjölmiðlar, stjórnvöld og þekktir einstaklingar. Þetta hefur áhrif á hvaða mynd er dregin upp af atburðunum og samfélögunum sem verða fyrir afleiðingunum. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum náttúrunnar á mismunandi samfélög og verða nokkur þeirra skoðuð í ritgerðinni. Þegar horft er til framtíðar og yfirvofandi náttúruváa er mikilvægt að hafa sjónarhorn mannfræðinnar í huga þar sem fjölbreytileiki fólks er virtur og þarfir hvers samfélags metnar fyrir sig.

  • Útdráttur er á ensku

    The frequency and severity of disasters related to nature has increased in the last few decades which can be traced to climate change. The purpose of this essay is to look into the meaning of the concept natural disaster and how vulnerability of societies influences the magnitude of these events. People experience natural events that cause harm in different ways according to their culture and react in consistence to that. Anthropology places emphasis on valuating each society by their own standards and without a predetermined assumption. Cultural relativism is thus important when providing emergency assistance and when evaluating the causes of the disaster. Anthropologists have pointed out that there is no such thing as natural disasters, only man-made disasters related to inequality and structural violence rooted in the society before nature struck. Lately the discourse on natural disasters has been prominent although it is only regarding a small proportion of events happening in the world. Various forces have the power to control which information reaches the public, including media, authorities and famous individuals, which influences what view is shown of the events and the societies that suffer the consequences. Numerous studies have been done on the affects of nature on human societies and a few af them will be mentioned in the essay. When looking towards the future and imminent natural hazards, it is important to have anthropology included so that human diversity will be respected and the needs of each society valued.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaKatrin-BAritgerd.pdf804.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingAKJ.pdf89.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF