is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30014

Titill: 
  • Óáþreifanlegur ávinningur listasafna: Hverjir eru ákjósanlegustu markhóparnir?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það getur verið fín lína á milli þess að leggja áherslu á listrænt sjónarmið gegn markaðslegu þegar kemur að markaðsstarfsemi listasafna. Erlendar rannsóknir sem fjalla um markaðshlutun á safngestum hafa farið frá því að hlutað sé niður í hópa eftir stéttaskiptingu og tíðni gesta á söfnin, yfir í þá þætti sem hvetja gesti til að sækja söfnin.
    Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvaða hópa íslensk listasöfn ættu að miða að í markaðsaðgerðum sínum þar sem leitast var við að svara rannsóknarspurningunum: Hverjir eru helstu markhópar listasafna á Íslandi? og Hvernig er hægt að hluta íslenska safngesti niður eftir þeim þáttum sem hvetja þá til að sækja listasöfn? Notast var við bæði eigindlega og megindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við stjórnendur fjögurra listasafna í þeim tilgangi að fá innsýn inn í markaðsstarfsemi þeirra. Auk þess byggðist megindlega rannsóknin á spurningakönnun sem ætluð var til að greina í markhópa fyrir listasöfn eftir þeim þáttum sem hvöttu þátttakendur til að fara á listasöfn. Alls bárust 356 svör sem notuð voru til frekari greiningar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stjórnendur listasafna virðast leggja meira upp úr því að sýningar séu skipulagðar út frá listrænu sjónarmiði fremur en markaðslegu, en þó voru stjórnendur meðvitaðir um mismunandi markaðshluta listasafna og áhersla lögð á að hlúa að þeim sem nú þegar væru að sækja söfnin. Einnig sýna niðurstöður fram á að hægt sé að skipta íslenskum safngestum listasafna niður í markhópa eftir fjórum þáttum sem útskýra þá hvata sem neytendur sækjast eftir þegar þeir fara á listasöfn. Þessir hvataþættir eru lærdómur, fjölskyldu- og vinatengsl, veruleikaflótti og félagsleg samskipti. Klasagreining leiddi í ljós fjóra markhópa fyrir listasöfn þar sem hver hvataþáttur reyndist hafa mismikið vægi á milli hópa. Það kemur í hlut listasafnanna að ýta undir þessa þætti sem neytendur telja að skipti hvað mestu máli við heimsókn á listasöfn. Ef þeir skynja að sinn ákjósanlegasti ávinningur sé nú þegar til staðar á söfnunum þá kjósa þeir að koma aftur. Það snýst um að gera listasafnið að þeim vettvangi sem neytendur eru að leitast eftir án þess í raun að breyta sjálfu listræna sjónarmiðinu eða listrænu vörunni.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
THERITGERÐMSÍrisTelma.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ÍrisTelmaSkemmanYfirlýsing.pdf425.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF