is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30017

Titill: 
 • „Ekki í okkar nafni!“ Mótmæli gegn stríðinu í Írak, 2003–2008.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um mótmæli gegn Íraksstríðinu og umræðuna sem fylgdi í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Félagslegar hreyfingar sem beittu sér gegn stríðinu með því að skipuleggja mótmælaaðgerðir eru þar í brennidepli. Sýnt verður fram á að mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu hafi haft töluverð áhrif á umræðuna í kringum stríðið og tekist að ýta undir fjölmennar mótmælaaðgerðir, en hafi engu að síður ekki tekist að breyta afstöðu stjórnvalda í málinu. Mótmæli voru haldin með vikulegu millibili í ársbyrjun 2003 og beindust þau í upphafi gegn Bandaríkjamönnum, en síðar gegn íslenskum stjórnvöldum. Kenningarleg nálgun tekur mið af rammagreiningu sem er beitt við að rannsaka röksemdir mótmælahreyfingarinnar gegn stríðinu og hvernig íslensk stjórnvöld færðu rök fyrir stuðningi Íslands við stríðið eftir að ljóst varð að Írakar höfðu engin gereyðingarvopn. Sýnt verður að af þeim samtökum sem skipulögðu mótmæli gegn Íraksstríðinu var hópurinn Átak gegn stríði áhrifamestur og að öðrum hópum hafi ekki tekist að móta umræðuna með sama hætti.
  Stuðningur ríkisstjórnarinnar við stríðið hafði afgerandi áhrif á mótmælahreyfinguna. Innrömmun mótmælenda sem hafði í upphafi miðast við efnahagslegar og siðferðilegar röksemdir breyttist og tók að snúast um meint ólögmæti og ólýðræðislegt eðli gjörða ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir harða gagnrýni mótmælenda hélt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks velli í kosningunum árið 2003 og í kjölfarið dró úr skipulögðu andófi gegn Íraksstríðinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The thesis focuses on Icelandic protests against the Iraq War and the debate surrounding the aftermath of the invasion from 2003 to 2007. It centers on movements that organized protest events in the run-up to the war and during the Iraqi insurgency as well against Iceland‘s support for the invasion. It is argued that although Icelandic demonstrators managed to shape the debate over the Iraq War and succeeded in generating considerable anti-war mobilization, they failed to affect governmental policies. Protests were held on a weekly basis outside the US Embassy in Reykjavík until the Icelandic government's decision to join the "Coalition of the Willing," at which point anti-war activities were moved outside the main government building. Frame analysis is employed to analyze the arguments of the protest movement and to explain how the government was forced to readjust its pro-war policies in light of continued failure to discover weapons of mass destruction.
  Iceland‘s support for the invasion had a decisive effect on the protests themselves. Economic and ethical framing of the war was largely replaced by a frame depicting the actions as "illegal" and "undemocratic." The anti-war rhetoric of the protesters mainly turned against the Icelandic party leaders who were considered responsible for supporting the war, Foreign Minister Halldór Ásgrímsson and Prime Minister Davíð Oddsson. Despite coming under heavy criticism, the center-right coalition government of the Progressive Party and Independence Party stayed in power following the 2003 election. As a result, the weekly protests waned and subsequent protest organizations failed to achieve the same levels of mobilization.

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Ritgerð Kristján Páll Guðmundsson.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf14.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF