is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30020

Titill: 
  • Orlof húsmæðra: Rannsókn fyrir gerð útvarpsþáttar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur orlof húsmæðra sætt nokkurri gagnrýni og barist hefur verið fyrir afnámi laga um orlof húsmæðra á Alþingi. Augljós afstaða gæti virst að orlofið standist ekki jafnréttissjónarmið nútímans en þegar málið er skoðað nánar byrja að renna á mann tvær grímur.
    Í þessari greinargerð er saga og þróun orlofs húsmæðra skoðuð og rannsakað ofan í kjölinn á umræðunni um afnám laganna. Hluti heimildanna er fenginn úr viðtölum sem ég tók við konur sem tengjast orlofi húsmæðra með einum eða öðrum hætti. Einnig er rýnt í gamlar frásagnir og umræðu um orlofið í blöðum og tímaritum. Niðurstöður þeirrar rýni auk upplýsinga viðtalanna eru settar í samhengi við baráttu alþýðunnar fyrir bættum kjörum sem og íslenska kvennasögu fram á okkar daga. Tilgangur greinargerðarinnar er að skilja þau sögulegu átök sem búa að baki orlofi húsmæðra með það lokamarkmið að gera útvarpsþátt byggðan á niðurstöðunum.
    Greinargerðin skiptist í fimm kafla. Í þeim fyrsta er greint frá framkvæmd rannsóknarinnar og fjallað um viðmælendur hennar. Í öðrum kafla er ljósi varpað á sögulegan bakgrunn orlofs húsmæðra en rætur þess má til dæmis rekja til félagslegs umbótastarfs í upphafi 20. aldar. Í þriðja kafla er fjallað um þau áhrif sem hugmyndin um tímaskekkjuna hefur haft á umræðuna um orlof húsmæða. Fjórði kafli greinir frá stöðu orlofs húsmæðra nú á tímum en það á sér tvær ólíkar birtingarmyndir í samfélagi nútímans. Í lokakaflanum er fjallað um gerð útvarpsþáttarins og gefin innsýn í hugmyndavinnu verkefnisins.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gigja-Holmgeirsdottir-MA-loka (1).pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-GigjaHolmgeirs.pdf527.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF