en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30023

Title: 
 • Title is in Icelandic Akureyri og Reykjanesbær. Samanburður á dreifingu á ríkisfjármagni milli sambærilegra svæða
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur rannsóknar: Norðurland eystra og Suðurnesin eru svæði á Íslandi sem eiga að baki ólíka sögu, staðsetningu og búa við breytilegar áskoranir. Akureyri og Reykjanesbær eru sveitarfélög sem eru í forsvari fyrir sín landsvæði sem langstærstu þjónustusveitarfélögin og eru því þungamiðjan í þjónustu ríkisins við landshlutann. Áhugavert var að kanna hvort og þá hvernig mismunur væri milli fjárveitinga frá ríkinu til stofnanna á svæðinu með sérstakri áherslu á hafnir, heilbrigðis- og menntamál.
  Tilgangur rannsóknar: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á fjárveitingum ríkisins til mismunandi svæða landsins. Skoðað var Norðurland eystra með áherslu á Akureyri annars vegar og Suðurnesin með áherslu á Reykjanesbæ hinsvegar. Einnig var leitast við að finna af hverju þessi munur væri tilkominn.
  Rannsóknaraðferð: Stuðst var við aðferðafræði tilviksrannsókna.
  Rannsóknarspurningin: Er munur á fjárveitingum ríkisins til mismunandi svæða landsins?
  Helstu niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það var talsverður munur á fjárveitingum milli Akureyrar og Reykjanesbæjar þar sem hallaði á Reykjanesbæ. Á Norðurlandi eystra hefur ýmist verið eðlileg fólksfjölgun eða fólksfækkun undanfarin ár meðan það hefur verið stökkbreyting í fjölda íbúa hjá Reykjanesbæ. Akureyri er stærsta þjónustusveitarfélag á Norðurlandi eystra og Reykjanesbær á Suðurnesjunum. Skuldamál sveitarfélaganna eru gjörólík auk nálægð þeirra við höfuðborgina. Allir forsvarsmenn stofnananna voru sammála um að fá ekki fjárlög í samræmi við þarfir. Flestir töluðu um lítið samband við viðeigandi ráðuneyti og Alþingi auk þess að flestir voru sammála um misræmi í fjárlögum milli svæða, en forsvarsmenn stofnanna á Suðurnesjum upplifðu það meira en forsvarsmenn stofnanna á Akureyri.
  Ályktun: Rannsóknin sýnir að munur er á fjárveitingum ríkisins til mismunandi svæða landsins. Ýmsar ástæður eru þar að baki en ber þó helst að nefna stærð svæðanna, áherslur þingmanna, vani við fjárveitingar, reiknilíkön sem eru ekki að endurspegla þarfir stofnanna og breyttar áherslur þeirra. Þar að auki virðist helsta áherslan vera á fjárveitingar til stofnanna á höfuðborgarsvæðinu. Styrkja þarf til muna ráðuneytin og samskipti stofnanna við sín ráðuneyti og þingmenn ásamt því að gera langtímaáætlanir fyrir hverja stofnun fyrir sig.
  Lykilhugtök: Fjárlög, dreifing fjármuna, svæðisbundinn ójöfnuður, Norðurland eystra, Suðurnes.

Accepted: 
 • May 7, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30023


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaskil meistararannsókn Guðnýjar Birnu.pdf1.14 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Guðný Birna skann Skemman.pdf157.63 kBLockedYfirlýsingPDF