en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30024

Title: 
  • Title is in Icelandic Ráðsnilld og ribbaldar: Um hugmyndafræði í glæpasögum fyrir börn og unglinga
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Barnabókmenntir eru að margra mati eitt mikilvægasta bókmenntaform sem til er. Í samfélagi þar sem lestrarkunnátta er grundvöllur menntunar skiptir miklu máli að börn jafnt sem fullorðnir hafi góð tök á lestri og barnabækur gegna þar afar mikilvægu hlutverki í því að vekja lestraráhuga barna. Í þessari ritgerð er ákveðin grein barnabókmennta til umfjöllunar, sem hefur allt frá fyrstu útgáfu notið mikilla vinsælda og fær hér nafnið „glæpasögur fyrir börn“. Nokkrir af bókaflokkum þeirra Edward Stratemeyer og Enid Blyton eru teknir sérstaklega til umfjöllunar en það eru; Frank og Jói, Nancy Drew, Fimmbækurnar, Dularfullu bækurnar og Ævintýrabækurnar. Fyrst og fremst er leitast við að kanna hvaða hugmyndafræði þessi undirgrein barnabókmennta miðlar til lesenda og í því ferli eru vinsældir bókanna teknar til umfjöllunar, sem og gagnrýni á þær. Af nógu er að taka þegar kemur að gagnrýni á bækur Blyton og Stratemeyer og í ljós kemur að það er að mestu leyti sú hugmyndafræði sem bækurnar miðla sem verður fyrir gagnrýninni, þó einnig beri á gagnrýni á bókmenntagreinina sjálfa. Farið er ofan í saumana á þessari gagnrýni, sem og því sem höfundar og bækur þeirra hafa sér til málsbóta. Niðurstaðan er sú að bæði er hægt að finna vísbendingar um „góða“ og „slæma“ hugmyndafræði í bókunum. Þó er staðreyndin sú að þessar bækur eru einhverjar vinsælustu barnabækur frá upphafi og hafa líklega átt stóran þátt í því að móta lestraráhuga óteljandi barna í gegn um tíðina.

Accepted: 
  • May 7, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30024


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
baritgerð_Sigridur_Dilja_skemman_pdf.pdf424.54 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Sigridur_Dilja_yfirlysing.pdf272.76 kBLockedYfirlýsingPDF