Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30025
Tímarnir breytast og mennirnir með. Og það á líka við um tungumál. Fólksflutningar hingað til lands og alþjóðavæðing hafa haft víðtæk áhrif á samfélag okkar Íslendinga síðustu ár, ekki síst á tungumálið. Vegna þess hve heimurinn er að minnka með auknum samskiptum og aðgengi að öðrum löndum verður það sífellt algengara að börn um allan heim alist upp tvítyngd. Heilu samfélögin geta jafnvel verið tvítyngd, þ.e. samhliða opinberu tungumáli er annað tungumál talað í samfélaginu nánast til jafns við það en einnig geta tvö tungumál verið opinbert tungumál eins og t.d. í Kanada. Í gegnum tíðina hefur Ísland verið afar einsleitt málsamfélag en líkt og annars staðar í heiminum hefur það breyst hratt og nú er nokkuð algengt að börn á Íslandi séu tvítyngd. Tælenska, filippíska, enska og slavnesk mál eins og pólska, litháíska eða rússneska eru algeng móðurmál ungra Íslendinga í dag en þeir hafa íslensku sem annað mál.
Í þessari ritgerð er sagt frá máltöku tvítyngdra barna og hvernig þau tileinka sér íslensku sem annað mál. Gerð verður grein fyrir könnun sem gerð var með það að markmiði að kanna íslenska þátíðarmyndun barna af annarri kynslóð pólskra innflytjenda. Skoðað verður hvort villur pólsku barnanna við þátíðarmyndun séu í samræmi við þær villur sem íslensk börn gera, hvort og hvaða áhrif aldur við upphaf málanáms hefur og hvort áhrif pólsku geti á einhvern hátt haft áhrif á þátíðarmyndun í íslensku. Niðurstöður könnunarinnar eru um margt áhugaverðar en líkt og gert var ráð fyrir stóðu tvítyngdu börnin sig töluvert verr en þau eintyngdu. Aldur við upphaf málnáms virðist skipta töluverðu máli en þau pólsku börn sem lengst höfðu búið við íslenskt máláreiti mynduðu rétta þátíðarmynd í mun fleiri tilvikum en þau sem höfðu búið hér á landi í skemmri tíma. Einnig eru athyglisverðar þær niðurstöður sem fengust nokkuð oft í báðum hópunum, en þær voru að ef börnin þekktu ekki sögnina, brugðu þau fyrir sig dvalarhorfi, eins og ,,var að lesa“, í stað ómörkuðu þátíðarendingarinnar –aði. Þessar niðurstöður gefa hugsanlega vísbendingar um aukna notkun dvalarhorfs og þróun þátíðarmyndunar í íslensku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ólöf Björk - BA ritgerð Skemma.pdf | 772.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing-Ólöf Björk.pdf | 282.13 kB | Lokaður | Yfirlýsing |