is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30027

Titill: 
  • Raddir stjórnmálakvenna: Birtingarmyndir stjórnmálakvenna í fjölmiðlum í aðdraganda Alþingiskosninganna 2017
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar eru gjarnan taldir eiga að endurspegla samfélagið og alla þá sem því tilheyra. Í þessari meistararitgerð er leitast eftir því að varpa ljósi á birtingarmynd stjórnmálakvenna í fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna 2017. Sagt er frá hlutverki fjölmiðla og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem þeir eru taldir bera. Farið verður yfir hlut stjórnmálakvenna í fjölmiðlum og þær staðalmyndir sem þeim hafa fylgt lengi vel. Einnig verða reifaðar eldri fjölmiðlarannsóknir, bæði hérlendis og erlendis, sem gerðar hafa verið á stjórnmálakonum og stjórnmálakörlum.
    Rannsókn ritgerðarinnar fólst í því að skoða og greina sjónvarpsfréttatíma tveggja helstu sjónvarpsstöðva landsins, Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2017. Þessir tilteknu fjölmiðlar voru valdar fyrir rannsóknina í ljósi þess að þetta eru einu innlendu sjónvarpsstöðvarnar eru sem flytja sjónvarpsfréttir á hverju kvöldi, alla daga vikunnar. Framkvæmd var eigindleg innihaldsgreining á fjórtán sjónvarpsfréttatímum á hvorri stöð, hálfum mánuði fyrir kosningadag, ásamt því að skoða tíðni og hlutföll stjórnmálakvenna og stjórnmálakarla í fréttatímunum. Markmið rannsóknarinnar er að varpa betra ljósi á hver birtingarmynd stjórnmálakvenna í fjölmiðlum er í dag. Hvort stjórnmálakarlar og stjórnmálakonur hafi jafn greiðan aðgang að fjölmiðlum og hvort það eimi enn eftir af staðalmyndum kynjanna í fréttaumfjöllun.
    Fyrst og fremst leiddi rannsóknin í ljós að hlutfall stjórnmálakvenna í sjónvarpsfréttum á báðum fjölmiðlum er verulega skert og endurspeglar á engan hátt fjölda þeirra kvenna sem voru í framboði í kosningunum 2017. Niðurstöðurnar úr eigindlegu innihaldsgreiningunni voru hins vegar heldur jákvæðari, þar sem þær sýndu fram á að þær fáu stjórnmálakonur sem er rætt við í sjónvarpsfréttum fá mjög svipaða umfjöllun og karlkyns kollegar þeirra. Ekki er að sjá stjórnmálakonurnar hafi fengið öðruvísi eða persónulegri spurningar en stjórnmálakarlar í aðdraganda kosninganna og töluðu þau nánast um sömu málefni. Það var því ekki hægt að sjá að birtingarmyndir þeirra stjórnmálakvenna sem birtust í sjónvarpsfréttum væru neikvæðar eða endurspegluðu á einhvern hátt hefðbundnar staðalmyndir stjórnmálakvenna.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is the final thesis in Media and Communications at the Department of Human and Social Sciences at the University of Iceland. Media has a major role in today’s societies and especially in the political atmosphere. This master’s thesis represents the findings of a study on the role that female candidates played in media coverage prior to the parliamentary elections of 2017 in Iceland. The research focuses on the evening news programme of the two major TV channels in Iceland, Stöð 2 and RÚV. These two channels are the only ones that have evening news programme every single day and therefore they were chosen to be a part of the qualitative content analysis.
    In the content analysis performed over a two-week period up to the election day, the frequency of female and male candidates spoken to in the news was counted, as well as how much time they got to speak. The qualitative content analysis part of the research focused on analysing what political topic the news coverage was about and what kind of questions the candidates received from the news reporters.
    The results of the research showed that female candidates are vastly underrepresented in the evening news coverage and in no way does it reflect the number of women who were running in the election. The findings of the content analysis showed more positive results. Female and male candidates received very similar questions from the reporters and spoke about almost the exact same political topics. Therefore, the results showed that the few female candidates that got the chance to speak in the news were not depicted unfairly or made to fit into the stereotypical traditional female role.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð- mariabjork.pdf705,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
rafræn skil skemma.pdf297,09 kBLokaðurYfirlýsingPDF