en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30030

Title: 
  • Title is in Icelandic Stuðningur vegna umönnunar ungra barna: Er börnum mismunað eftir aðstæðum og búsetu foreldra.
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á stuðning vegna umönnunar ungra barna á Íslandi frá fæðingu og þar til þau fá leikskólapláss. Fjölskyldustefna Íslands hefur haft það að markmiði að tryggja velferð barna og efla þátttöku beggja foreldra á vinnumarkaði. Réttindi barna á Íslandi eru vernduð með margvíslegum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur árið 2013, en megináhersla samningsins er að hagsmunir barna skulu ávallt verða hafðir að leiðarljósi. Víða er þó pottur brotinn. Rannsóknir á þroska og velferð barna leggja áherslu á að fyrstu tvö ár á lífsskeiði barns séu afar mikilvæg og að áríðandi sé að börn myndi sterk tengsl við umönnunaraðila og þeim sé veittur stuðningur, eins og leikskólavistun, sem stuðlar að félagslegum, tilfinningalegum og vitsmunalegum þroska þeirra.
    Íslenska fæðingarorlofslöggjöfin frá árinu 2000 tryggir börnum umönnun foreldra fram að 9 mánaða aldri, sem er talsvert styttri en á hinum Norðurlöndum þar sem orlofið er að lágmarki 52 vikur. Hugmyndin á bak við tekjutengdar fæðingarorlofsgreiðslur felst í að sem flestir foreldrar geti nýtt sér orlofsrétt sinn án þess að líða fyrir það fjárhagslega en hins vegar eru greiðslur til þeirra sem standa utan vinnumarkaðs eða eru í námi verulega lægri en grunnlaun og hefðbundnar atvinnuleysisbætur. Við lok fæðingarorlofs væri æskilegt að börnum væri tryggð umönnun fagfólks á leikskólum en úthlutun leikskólavistunar á Íslandi er ekki lögbundinn réttur, eins og á öðrum Norðurlöndum, heldur bundinn við framboð og stefnu íslenska sveitarfélaga. Dagforeldra hafa víða brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistunar en þeir setja sér eigin gjaldskrá og sveitarfélög ákveða hvort bjóða eigi foreldrum upp á niðurgreiðslu vegna dagforeldra . Niðurstöðu ritgerðarinnar sýna að hérlendis þarf að gera betur til að tryggja jafnan rétt barna, tryggja þarf fjárhagslegt öryggi þeirra á meðan að á fæðingarorlofi stendur og leikskóla þjónusta og niðurgreiðslur ættu ekki að vera háðar því í hvaða sveitarfélagi foreldrar búa.

Accepted: 
  • May 7, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30030


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing_skemman_IngibjörgEyþórsdóttir.pdf487.26 kBLockedYfirlýsingPDF
BAverkefni_IngibjörgEytórsdóttir1.pdf896.29 kBOpenComplete TextPDFView/Open