is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30031

Titill: 
  • Eiga rétt – en vita það ekki Hverjar eru skyldur stjórnvalda til að veita foreldrum barna með fötlun leiðbeiningar við framkvæmd velferðarþjónustu á Íslandi? Hver er reynsla foreldra?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á fyrirliggjandi heimildum og greiningu þeirra. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að svara spurningunni: Hvernig er laga- og reglugerðarumhverfi varðandi þjónustu við börn með fötlun og fjölskyldur þeirra á Íslandi? Hver er reynsla foreldra þeirra af framkvæmd þjónustunnar?
    Til þess að svara þeirri spurningu er almennt fjallað um kenningar um fjölskylduna í tengslum við vistfræðikenningu Bronfenbrenners og styrkleikanálgun félagsráðgjafa. Íslenskt laga- og reglugerðarumhverfi er skoðað auk tveggja alþjóðasáttmála sem Ísland er aðili að: Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í lokin verða skoðaðar reynslusögur nokkurra foreldra af þeirri þjónustu sem þeir og börn þeirra hafa fengið og þær skoðaðar í samræmi við kenningar um vinnu félagsráðgjafa, lög, reglugerðir og alþjóðasáttmála.
    Niðurstöður benda þess að foreldrar hafa góða reynslu af þjónustu fyrir börn sín en öðru máli gegnir um þjónustu við foreldrana sjálfa. Þeir fá oft takmarkaðar upplýsingar um réttindi sín á vinnumarkaði og hjá almannatryggingum. Með íslensk lög í huga og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að er þjónusta við börnin í samræmi við lög og reglur en bæta þyrfti þjónustu við foreldra þegar kemur af því að veita þeim upplýsingar um réttindi sín gagnvart vinnumarkaði og almannatryggingum. Þar gæti vinna félagsráðgjafa reynst vel, einkum við að finna styrkleika foreldranna og nærumhverfis þeirra.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba-ritgerdlokaskilannakristinjensdottir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_annakristin.pdf124.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF