is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30035

Titill: 
  • Þýðingar í Japan: Ritgerð um þýðingafræði og þýðing hluta skáldsögunnar Snjóríkið eftir Yasunari Kawabata
  • Titill er á ensku Translation in Japan: A Thesis concerning Translation Studies and a Translation of Snow Country by Yasunari Kawabata
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrri hluti þessa verkefnis er ritgerð og í henni verður leitast við að svara þeim spurningum hver munurinn var á þýðingahefðum í Japan og á Íslandi og hvernig þýðingafræði varð til í Japan. Á Íslandi tíðkuðust þýðingar eins og við þekkjum nú á dögum og þær gátu verið frjálsar, orðréttar eða allt þar á milli. Í Japan voru aðrar aðferðir notaðar, aðallega kanbun kundoku og ōbun kundoku, og þýtt var yfir á nokkurs konar kínverskt-japanskt blendingsmál. Á 19. öld urðu samfélagsbreytingar í báðum löndum, á Íslandi var þá upplýsingaöld og í Japan voru landamærin opnuð fyrir Vesturlandabúum eftir meira en tveggja alda einangrun. Þessar samfélagsbreytingar leiddu til breytinga í þýðingum bæði á Íslandi og í Japan. Fjallað verður um hvernig þýðingafræði þróaðist í Japan, en þar var fyrst skrifað fræðilega um þýðingar á áttunda áratug 20. aldar. Helstu kenningum fræðimanna í Japan verður lýst, m.a. kenningum Akira Yanabu, Takeshi Naruse og Akira Mizuno, og einnig verður farið yfir þær vestrænu kenningar sem hafa verið mikilvægar í þýðingafræði í Japan. Síðasti kafli fyrri hluta ritgerðarinnar fjallar um japanska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Yasunari Kawabata, þýðingu skáldsögu hans Snjóríkisins, þau vandamál sem leysa þurfti við þýðingaferlið og umhugsunarefni sem þeim tengdust, þ.e. annars vegar menningarmun og hins vegar mun á tungumálunum tveimur. Seinni hluti verkefnisins er þýðing á Snjóríkinu ásamt orðalista yfir þau japönsku orð sem haldið var í íslenska textanum.

  • Útdráttur er á ensku

    Part one of this project is a thesis dedicated to describing the difference between traditions in translation in Japan and Iceland and the emergence of translation studies in Japan. In Iceland translators used the same translation methods we use today, and the translations could be free, word-for-word, or anything in between. In Japan translators used different methods, mainly kanbun kundoku and ōbun kundoku, and rather than translating into Japanese translators used a Sino-Japanese hybrid language for their translations. There were changes in both societies during the 19th century, in Iceland these changes came with the Age of Enlightenment and in Japan, after more than two centuries of isolation, Westerners were allowed to enter the country again. These societal changes led to changes in the field of translation, both in Iceland and in Japan. Following this analysis, the thesis will trace how translation studies developed in Japan, starting with the first academic writings in the field during the 1970s. It will also go over theories put forth by Japanese researchers, such as Akira Yanabu, Takeshi Naruse and Akira Mizuno, and Western theories that have had an impact on translation studies in Japan. The last chapter of the thesis describes the Japanese author and Nobel laureate Yasunari Kawabata, how his novel Snow Country was translated, the problems that came up during the translation process, which were categorized into language differences and cultural differences, and thoughts on these problems. Part two of this project is a translation of Snow Country as well as a list of Japanese words that were kept in the Icelandic text.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - tilbúin.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf14.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF