is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30040

Titill: 
 • „ER EINHVER MEÐ NÓTURNAR?“ Um kennslubók í píanóleik eftir bókstafshljómum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar greinargerðar er að athuga hvort þörf sé fyrir píanóbók sem kennir fólki sem les nótur að leika undir lög eftir bókstafshljómum. Hugmyndin er sú að hún geti nýst píanókennurum sem kennslubók. Til að komast að því var spurt hvort slík bók fullnægði kröfum allra: aðalnámskrár, píanókennara og píanónemenda. Skoðuð voru þau markmið sem sett eru fram í aðalnámskrá tónlistarskóla, bæði í almenna hluta greinaheftis hljómborðshljóðfæra og aðalnámskrá rytmískrar tónlistar. Einkum var leitað að kröfum er varða getu píanónemenda til að leika eftir bókstafshljómum. Sagt er frá megindlegri rannsókn sem gerð var meðal píanókennara og þeir spurðir um menntun, kennsluhætti og hvort þeir myndu nota slíka bók. Einnig er greint frá eigindlegri rannsókn þar sem rætt var við tíu píanónemendur sem bæði hafa lært að leika eftir nótum og bókstafshljómum.
  Niðurstöður eru þær að engar kröfur eru gerðar um undirleik eftir bókstafshljómum í aðalnámskrá tónlistarskóla hljómborðshljóðfæra. Í rytmískri aðalnámskrá er nefnt í einu þrepamarkmiði að nemendur eigi að geta leikið hljóma í undirleik „af öryggi og smekkvísi.“ Rannsókn meðal píanókennara, þar sem spurt var um kennsluaðferðir í nótnalestri, suzuki, leik eftir eyra, spuna og undirleik eftir bókstafshljómum, leiddi í ljós að höfuðáherslan er lögð á nótnalestur. Aðeins fimmti hluti píanónemenda lærði að leika undir eftir hljómum á markvissan hátt. Næstum 70% píanókennara myndu nota íslenska píanóbók sem kenndi nótnalesurum að leika undir eftir bókstafshljómum, væri hún til. Í rannsókninni meðal píanónemenda kom í ljós að þeim finnst nótnalesturinn erfiður, líka þeim sem náð hafa góðum árangri í honum. Einnig finnst þeim að undirleikur eftir bókstafshljómum væri auðveldari og gæfi mikla möguleika til samspils. Flestum viðmælendum fannst að allir ættu að kynnast nótnalestri, það væri gagnlegt og jafnvel nauðsynlegt. Hins vegar voru þeir allir sammála um að mikilvægast af öllu væri að geta leikið eftir hljómum og/eða eyranu. Mesta ávinning píanónámsins kváðu þeir vera getuna til að leika eftir bókstafshljómum.
  Lykilorð: # píanó, píanónemendur, píanókennarar, kennslubók, aðalnámskrá, nótnalestur, bókstafshljómar, samspil, meðleikur, undirleikur 

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this paper is to find out if there is a need for a piano book that can teach people who can read notes how to play piano chords in order to accompany a song. The point is whether such a book can be used by piano teachers as a textbook or a tool. The aim of this work was to find out whether such a book would fulfill the requirements of the National Curriculum Guide, piano teachers and pianist students. The objectives set out in the National Curriculum Guide for Music Schools were examined, both in the public section of the keyboard and the main curriculum of rhythmic music. A particular focus was given to requirements for the ability of pianists to play by chords. A quantitative study, showing their education, teaching methods and whether they would use such a book was conducted among piano teachers,. A qualitative study was also conducted, resulting in reports of discussions with ten piano students who have both learned to play by notes and chords.
  The results revealed that there are no requirements for accompaniment by chords in the main curriculum of the musical school of keyboards. The Rhythmic National Curriculum Guide points out a single step goal that students should be able to accompany a musician with "safety and taste". A study among piano teachers, in which they were asked about teaching mehods: music reading, suzuki, playing by ear, improvisation and accompaniment by chords, revealed that the main focus was on musical reading. Only a fifth of the piano students learned accompaniment by chords in a targeted manner. Nearly 70% of the piano teachers would use an Icelandic piano book, which taught music readers to play by chords, if it were available. The discussions with the piano students revealed that they find the music reading difficult, including those who achieved good results. They also found that the accompaniment by chords was easier and opened up a new experience to playing music together with others.
  The paricipants felt that everybody should be acquainted with music reading, it would be useful and even necessary. On the other hand, every paricipant also agreed that it was most important to be able to play by chords and/or by the ear. The greatest benefit of the piano lessons, they said, was the ability to play by chords.
  Password: # Piano, Piano Students, Piano Teachers, Textbook, National Curriculum Guide, Music Reading, Chords, Accopaniment

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudbjorg_leifsdottir_lokaritgerd.pdf2.28 MBOpinnPDFSkoða/Opna
guðbjörg.pdf287.85 kBLokaðurPDF