is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30041

Titill: 
 • Notkun Agile-aðferða við verkefnastjórnun í þróun nýsköpunarverkefnisins Jaðarheimar: Miðlun huldufólkssagna í blönduðum veruleika
 • Titill er á ensku Using Agile project mangagement in developing „Liminal World“: Bringing folklore to life with mixed reality.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Nýsköpunarverkefnið Jaðarheimar byggir á þjóðsögum um álfa og huldufólk sem miðlað er með blönduðum veruleika (e. mixed reality). Markmiðið er að skapa upplifunarsýningu sem er innlimandi (e. immersive), gagnvirk og fræðandi í senn. Markhópurinn er ferðamenn, skólafólk og allir sem hafa áhuga á þeirri nýju tækni sem er sérstaða sýningarinnar. Verkefnið varð til á námskeiði í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands haustið 2015. Að verkefninu standa fjórir frumkvöðlar sem hafa bakgrunn í þjóðfræði og reynslu af verkefnastjórnun, í samvinnu við sýningarhönnuð og teymi tónlistarmanna, tæknimanna og listamanna sem eru sérfræðingar í hönnun sýndarveruleika. Agile-aðferðir í verkefnastjórnun, sem eiga rætur að rekja til hugbúnaðarþróunar og upplýsingatækni, hafa rutt sér til rúms á síðustu áratugum. Skipulag vinnu í skapandi atvinnugreinum byggir að mestu leyti á verkefnamiðuðum verkferlum og teymisvinnu en slíkt fyrirkomulag stuðlar að lýðræðislegu stjórnskipulagi. Skipulagið leiðir að jafnaði af sér aukna starfsánægju og skilvirkni með því að hámarka þekkingu innan teymisins og gefa kost á frumkvæði og sköpun. Aðrir kostir Agile-aðferða eru aðlögunarhæfni, sveigjanleiki og notendaviðmið. Með þessu miðlunarverkefni var markmiðið að rannsaka hvernig Agile-aðferðir henta verkefni af þessu tagi, verkefni sem er í þróun og býr við takmarkað fjármagn og tíma þeirra sem að því vinna. Agile-aðferðunum Scrum og Kanban var beitt á hálfs árs tímabili. Niðurstöður leiddu í ljós að það væri vænlegt til árangurs að setja verkþáttum regluleg og ófrávíkjanleg tímamörk. Sér í lagi væri mikilvægt að fá utanaðkomandi álitsgjafa til að rýna verkefnið út frá sjónarmiði markhóps. Kanban-töflur geta reynst gagnlegar við forgangsröðun verkþátta og við að einblína á langtímamarkmið. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að vinna að breiðri þekkingarsköpun og þróun aðferða sem geta nýst í starfi safna og sýninga hér á landi og erlendis.

 • Using Agile project mangagement in developing „Liminal World“: Bringing folklore to life with mixed reality.
  Liminal World is based on Icelandic folklore on hidden people that will be brought to life with the use of mixed reality. The goal is to create an experience exhibition that is immersive, interactive and informative at the same time. The customer is the informed tourist, school groups and anyone who may be interested in the new technology that is the exhibition´s cutting edge. Behind it are four entrepreneurs with background in folklore and experience in project management that work in cooperation with an exhibition designer and a team of musicians, and technical and aesthetic experts in gaming and virtual reality. Agile methods in project management that have emerged from IT and software development have enjoyed increasing popularity in the last decades. Work processes in the creative industries are largely based on projects and team work that enables liberated control methods. These methods increase workers´ satisfaction and work efficiency by maximising collective team knowledge and initiative. Adaptability, flexibility and emphasis on the customer are also among the advantages of the methods. The goal of the research project was to assess how Agile methods would suit this kind of start-up project that has limited financial and work force resources. In a period of six months Scrum and Kanban were put to test concluding that using time-based iterations and limits is likely to lead to success. It is of particular importance to obtain criticism from customer representatives at the end of each interval. The Kanban board can be useful to prioritize and keep the focus on the end result if everyone within the team has learned to use it to advantage. One of the project´s key goals is to create a knowledge base and methodology that can be useful within the field of museums and exhibitions in Iceland and abroad.

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristin_mjoll_jakobsdottir_MA_lokaverkefni.pdf692.41 kBOpinnPDFSkoða/Opna
kristín mjöll.pdf285.02 kBLokaðurPDF