is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30042

Titill: 
  • Stafræn kosningabarátta: Munurinn á notkun samfélagsmiðla í forsetakosningunum árið 2008 og 2016 í Bandaríkjunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða muninn á hvernig samfélagsmiðlum var beitt í forsetakosningunum árið 2008 og 2016 í Bandaríkjunum. Í þessari ritgerð verður fjallað um fjölmiðla, þróun þeirra og áhrif veraldarvefsins og samfélagsmiðla á þá. Þá verður vefurinn skoðaður og þróun hans frá kerfi Web 1.0 yfir í Web 2.0 sem og þær tæknibreytingar sem breytt hafa landslagi samfélagsmiðla. Þá verður sérstaklega fjallað um samfélagsmiðlana Facebook, Twitter og Youtube og hvernig þeim hefur verið beitt í pólitískum tilgangi en einnig hvaða breytingar það hefur haft í för með sér. Hugtökin hliðverðir (e. gatekeppers) og falsfréttir (e. fake news) verða sérstaklega tekin fyrir svo skoða megi áhrif þeirra á samfélagsmiðla og fjölmiðlun í kringum kosningarnar. Forsetakosningarnar árið 2008 og 2016 verða síðan sérstaklega greindar en niðurstaða greiningarinnar leiðir í ljós að þær breytingar sem hafa orðið á notkun samfélagsmiðla á þessum átta árum eru gífurlegar. Árið 2016 hentuðu samfélagsmiðlar mun betur til pólitískrar umræðu og dreifingu frétta en árið 2008 sem og voru þeir notendavænni. Þrátt fyrir það tókst Obama að nýta sér samfélagsmiðla í kosningunum 2008 með þeim hætti að safna sér fjármagni og stuðningi með þeim tólum sem innan handar voru á þeim tíma. Því fjármagni síðar beitt í auglýsingaskyni gegnum gömlu massa miðlana. Þegar Donald Trump hlaut sigur í Bandarísku forsetakosningunum árið 2016 var annað uppi á teningnum þar sem kosningaherferð hans jók vægi samfélagsmiðla dag frá degi og eru auglýsingar og fréttadreifing í gegnum þá talin hafa skilað honum sigri.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil BA.pdf866.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
helgi.jpg1.75 MBLokaðurYfirlýsingJPG