Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30043
Greinargerð þessi er hluti af lokaverkefni mínu í námi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún fjallar um undirbúning að því að skrifa handrit að bókinni Saga Kvennaskólans á Blönduósi 1879-1978. Á þeim tæpu hundrað árum sem skólinn starfaði gekk hann í gegnum miklar breytingar, frá því að vera þriggja vetra bóknámsskóli sem einnig kenndi verkgreinar eins og handavinnu, til þess að vera eins vetrar húsmæðraskóli með verkgreinar í forgrunni og minni áherslu á bóknám. Kvennaskólinn var lagður niður árið 1978 og hafði þá aðsókn að honum minnkað stöðugt árin þar á undan, enda skiljanlegt að ungar stúlkur mitt í kvenfrelsisbyltingu hefðu ekki áhuga á að fullnema sig í að skúra, skrúbba og bóna. Eða var það ekki annars „bara“ það sem þær lærðu á kvennaskólunum? Býr e.t.v. eitthvað fleira þarna að baki? Er kannski skemmtileg saga þarna einhvers staðar, saga sem á alveg eftir að segja? Mig langaði að fræðast meira um Kvennaskólann á Blönduósi, ekki bara með því að skoða söguna ofan frá líkt og hingað til hefur verið gert, heldur með því að heyra í kennurum og námsmeyjunum sjálfum og skoða hvað það var sem þær lærðu á skólunum og hvaða hug þær sjálfar báru til námsins. Ég hef tekið viðtöl við fyrrum námsmeyjar og kennara og rödd þeirra verður mjög sterk í handritinu, sem og þær frásaganir sem þegar eru til frá konum sem voru á skólanum. Flétta ég þessar frásagnir inn í stofnanasöguna til að glæða hana lífi og draga fram hið einstaka í sögunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA RITGERÐ AÐALSKJAL.pdf | 8,36 MB | Opinn | Skoða/Opna | ||
titilsida.pdf | 53,33 kB | Opinn | Skoða/Opna | ||
iðunn.jpg | 2,22 MB | Lokaður | JPG |