is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30048

Titill: 
  • Mengandi konur í Hvíta húsinu: Einkenni styðjandi og mengandi kvenleika á meðal forsetafrúa Bandaríkjanna.
  • Titill er á ensku Femininity and the White house: Characteristics of emphasized and pariah femininity among the first ladies of the United States.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritsmíð þessi beinir sjónum að þeim kynjuðu og menningarlegu kröfum sem samfélagið gerir til kvenna, með sérstaka áherslu á forsetafrúr í Bandaríkjunum og hlutverk þeirra. Farið er yfir hefðbundin einkenni fjögurra fyrrum forsetafrúa, þeirra Eleanor Roosevelt, Jacqueline Kennedy, Hillary Clinton og Michelle Obama og þær kröfur og væntingar sem samfélagið gerði til þeirra. Við greiningu á fyrrnefndum þáttum notast höfundur við tvö andstæð femínísk hugtök, þ.e. styðjandi og mengandi kvenleika. Rannsóknin byggir á réttindum og viðhorfum til kvenna í samfélaginu hverju sinni og hvort valdar forsetafrúr endurspegli styðjandi eða mengandi kvenleika í verkum sínum. Styðjandi kvenleiki byggir á ójafnri samfélagslegri stöðu kynjanna þar sem undirskipun kvenna er ótvírætt ráðandi, sem og viðhald og styrking ráðandi karlmennskuhugmynda samfélagsins. Mengandi kvenleiki ögrar aftur á móti feðraveldinu sem og fyrirframgefnum hugmyndum um hlutverk kynjanna og slítur tengslin milli kvenleika og karlmennsku. Mengandi kvenleiki vinnur því í átt að jafnrétti. Í sögulegu samhengi hafa áhrif forsetafrúarinnar aukist og áhugi bandarísku þjóðarinnar á henni sömuleiðis. Titlinum, hverju sinni, virðist þó fylgja óskrifuð handbók þjóðarinnar, stútfull af væntingum og skuldbindingum þess tíma, sem hver forsetafrú skuli aðlaga sig að. Niðurstöður ritgerðinnar gefa til kynna að forsetafrúrnar hafi endurspeglað bæði styðjandi og mengandi kvenleika með mismiklum hætti og að kröfur og væntingar samfélagsins hafi átt stóran þátt í því hvorn kvenleikann hver og ein lagði áherslu á. Áhrif almennings, fjölmiðla og íhaldssamra kynhlutverka virðist hafa gegnt lykilhlutverki í mótun stöðu forsetafrúarinnar og þess kvenleika sem hver þeirra sýndi. Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru að þessi rúmlega 200 ára gamla staða forsetafrúarinnar virðist takmarkast af því svigrúmi sem samtímakona hennar hefur þar sem samfélagið leggur áherslu á styðjandi einkenni kvenna en dregur úr þeim mengandi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis shines a light on the gendered and cultural demands made by society towards women, with emphasis on the first ladies of the United States and their role. The traditional characteristics of four former first ladies, Eleanor Roosevelt, Jacqueline Kennedy, Hillary Clinton and Michelle Obama, are discussed as well as the demands and expectations society set out for them to reach. When analysing the above-mentioned factors, the author uses two opposite feminine terms, i.e. emphasized femininity and pariah femininity. The study is based on society’s outlook towards women and their rights, at each specific time, and which femininity these four first ladies have portrait. Emphasized femininity is based on the unequal social status of the sexes, as women's subordination is undoubtedly dominant, as well as maintaining and strengthening the dominant masculine ideas of society. Pariah femininity, on the other hand, provokes patriarchy as well as preconceived ideas about the role of the sexes and eliminates the relationship between femininity and masculinity. Therefore, it can be said, that pariah femininity works towards gender equality. In historical context the first ladies influence has increased and at the same time the nation's interest in her. The role of first lady, however, is expected to follow society´s ever changing unwritten handbook which is filled with expectations and commitments that each first lady shall adapt to. The conclusion of the thesis indicates that these four first ladies have all reflected both emphasized femininity and pariah femininity, in some way, shape or form, and that society played a key role in shaping their feminine portrayal. The impact of the public, the media and conservative gender roles appears to have played a key part in shaping the role of the first lady and the femininity each one is believed to have shown. The main conclusion is that this 200-year-old role of the first lady seems to be limited in scope in clear connection to the scope of her female contemporaries as society prefers women's emphasized femininity characteristics and downgrades those reflecting pariah femininity traits.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaskil-Mengandi konur í Hvíta húsinu.pdf505,73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing_Alexandra.jpg.pdf439,86 kBLokaðurYfirlýsingPDF