is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30051

Titill: 
 • Viðhorf stjórnenda til starfsánægju: „Það á að vera gaman í vinnunni“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Starfsánægja skiptir miklu máli fyrir velgengni og samkeppnisforskot fyrirtækja. Með aukinni starfsánægju eru starfsmenn tilbúnir til að leggja harðar að sér í þágu fyrirtækisins. Meðal einstaklingur eyðir stórum hluta ævi sinnar í vinnu af einhverju tagi og verður starfið oft á tíðum mjög stór partur af lífi hans. Starfsánægja er því mikilvægur þáttur í lífi einstaklings og er hluti af lífshamingju hans. Það er á ábyrgð stjórnenda að halda starfsmönnum ánægðum og því er mikilvægt fyrir þá að þekkja þarfir og langanir starfsmanna sinna.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf og upplifun stjórnenda í þjónustufyrirtækjum á Íslandi til starfsánægju, athuga hver ávinningur starfsánægju sé og kanna hvaða áhrifaþætti stjórnendur telja hafa áhrif á starfsánægju starfsmanna
  sinna. Lagðar voru fram tvær rannsóknarspurningar: Hverjir eru áhrifaþættir starfsánægju að mati stjórnenda? Og hver er ávinningur starfsánægju að mati stjórnenda? Notast var við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við sjö stjórnendur.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að mestu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir. Rannsóknin sýnir að starfsánægja starfsmanna hefur áhrif á velgengni fyrirtækja. Framleiðni fyrirtækja verður meiri ef starfsánægja er til staðar ásamt því að
  starfsfólk er tilbúið til að leggja harðar að sér í þágu fyrirtækisins. Hvað varðar starfsfólkið þá verður vinnudagurinn skemmtilegri og lífshamingja starfsmanna verður meiri. Helstu áhrifaþættir starfsánægju eru góðir stjórnendur og viðeigandi laun. Þó eru fleiri þættir sem hafa áhrif líkt og virkt félagslíf og samskipti við bæði stjórnendur og samstarfsmenn. Sá þáttur sem er líklegastur til að orsaka starfsóánægju er viðamiklar breytingar. Helsta afleiðing starfsóánægju er aukin starfsmannavelta sem getur bæði haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og á ánægju annarra starfsmanna

Samþykkt: 
 • 8.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf stjórnenda til starfsánægju - Lokaskil.pdf695.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - skemman.pdf293.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF