is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30055

Titill: 
  • Hvers vegna varðir þú þig ekki? Karlkyns þolendur ofbeldis í gagnkynhneigðum parasamböndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi að undanförnu, sérstaklega eftir #metoo byltinguna þar sem konur stigu fram með sínar sögur af kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Minna hefur verið um að karlmenn segi sínar sögur af ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Það getur reynst þolendum hvers kyns ofbeldis erfitt að leita sér hjálpar til að vinna úr þeim áföllum sem koma í kjölfar ofbeldis og virðast karlmenn eiga enn erfiðara með slíkt en konur. Það hefur ekki enn verið rannsakað nægilega hver ástæðan sé fyrir því að karlmenn leiti sér síður aðstoðar við að vinna úr afleiðingum ofbeldis. Mögulegt er að það sé vegna allra þeirra „mýta“ sem fólk hefur almennt um ofbeldi og einnig þeirra staðalímynda af karlmönnum og kvenmönnum sem hægt er að finna í mörgum samfélögum. Samkvæmt því eiga karlmenn sem orðið hafa fyrir ofbeldi að skammast sín fyrir það, því litið er svo á að þeir eigi að vera sterkari og að geta varið sig gegn ofbeldinu. Þolendur upplifa oft skömm í kjölfar ofbeldis og finna fyrir margs konar neikvæðum tilfinningum en þar er einnig munur á kynjunum. Þrátt fyrir ofangreint þá skiptir öllu máli að þolendur ofbeldis leiti aðstoðar sem fyrst til að geta unnið úr sínum málum. Á Íslandi eru til ýmis úrræði sem sinna þolendum og þar vinnur fagfólk sem aðstoðar viðkomandi einstaklinga við að ná bata eftir áföllin.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Hulda Haraldsdóttir.pdf454.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-hulda.pdf791.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF