is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30056

Titill: 
  • Hefur endurhæfing áhrif á endurkomutíðni fanga? Mikilvægi endurhæfingar meðan á afplánun stendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndir hafa löngum verið uppi um að takmörkuð endurhæfing sé fólgin í því að setja einstaklinga í fangelsi. Markmið þessarar ritgerðar er að sýna fram á mikilvægi endurhæfingar meðan á afplánun stendur. Hugmyndafræðin um endurhæfingu afbrotamanna á upphaf sitt að rekja aftur til 18.aldar þar sem markmið með fangelsun var að breyta eðli og félagslegum aðstæðum einstaklinga sem brutu lög, til þess að koma í veg fyrir að slík hegðun gæti átt sér stað aftur. Í dag er hugmyndafræðin um endurhæfingu fanga ekki ósvipuð, en hún hefur að meginmarkmiði að draga úr endurkomum í fangelsi. Á þeim tíma sem einstaklingur tekur út sína refsingu í fangelsi, er mikilvægt að undirbúa viðkomandi undir komu í samfélagið aftur. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að sterk tengsl eru milli endurhæfingar meðan á afplánun stendur og endurkomutíðni. Heildstæð þjónusta og stuðningur með það að markmiði að veita fanganum farsæla endurkomu út í samfélagið aftur, er mikilvægur hluti af endurhæfingu fanga meðan á afplánun stendur. Rannsóknir hafa sýnt fram á sterka fylgni milli náms meðan á afplánun stendur og endurkomutíðni. Nám í fangelsum er talið bæta þekkingu og styrkja sjálfsmynd fanga og efla þá til sjálfshjálpar. Auk þess að bæta námsmöguleika fanga er mikilvægt að útvega föngum vinnu meðan á afplánun stendur og tryggja þeim nauðsynlegt aðgengi að sérhæfðri þjónustu sálfræðinga og félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi gegnir lykilhlutverki í vinnu með föngum, þar sem góð félagsráðgjöf er styrkur fyrir fanga.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf1.78 MBLokaðurYfirlýsingPDF
LOKAlokaskil fyrir skemmu SIBEL.pdf829.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna