is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30061

Titill: 
  • "Flóknar samningaviðræður geta verið eins og sinfónía": Samningahegðun íslensku utanríkisþjónustunnar í ljósi kenninga í samningatækni
  • Titill er á ensku "Complex Negotiations can be like a Symphony" Negotiation Behaviour in the Icelandic Foreign Service in light of Negotiations Theory
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skýrir niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á samningahegðun fulltrúa utanríkisþjónustu Íslands í milliríkjasamningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samningahegðun fulltrúa utanríkisþjónustunnar í ljósi kenninga í samningatækni. Spurt var annars vegar hvort samningahegðun utanríkisþjónustunnar samræmdist kenningum í samningatækni og hins vegar hvað mótar samningahegðun utanríkisþjónustunnar í milliríkjasamningum. Hálfstöðluð elítuviðtöl voru tekin við samningamenn innan utanríkisþjónustunnar til að skoða hvort milliríkjasamningagerð þeirra sýni merki áhersluatriða helstu kenninga í samningatæknilegum fræðum. Viðmælendur voru sex reynslumiklir starfsmenn utanríkisþjónustunnar sem allir hafa unnið að samningagerð fyrir hönd íslenska ríkisins, en þess var gætt að kynja-, aldurs- og menntunardreifing innan hópsins væri sem jöfnust. Greining byggð á viðtölunum tekur tillit til þeirra takmarkana sem fulltrúar ríkisins starfa við sökum strangrar umboðskeðju, harðra ríkishagsmuna og rammasamninga alþjóðastofnana. Þá voru frásagnirnar bornar saman við kenningar á sviði samningatækni og kannað að hvaða leyti raunhegðun samningamanna átti hljómgrunn í samningatæknilegum fræðum. Að lokum var samningahegðun viðmælenda greind út frá sjónarhorni félagslegrar mótunarhyggju, bæði til að skýra niðurstöður betur og gefa fræðilega tengingu. Niðurstöður sýna að þegar fyrrgreindar takmarkanir hafa ekki hamlandi áhrif á samningamennina fylgir samningahegðun þeirra helstu áhersluatriðum kenninga á sviði samningatækni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explains the findings of a qualitative research on negotiation behaviour of Icelandic diplomats in international negotiations. The purpose of the research is to analyse negotiation behaviour of Icelandic diplomats in light of negotiation theories. The questions put forward are firstly, whether the negotiation behaviour of Icelandic diplomats reflects negotitation theories and secondly, what shapes the negotiation behaviour of Icelandic diplomats conducting international negotiations. To understand how international negotions by Icelandic diplomats might might show signs of theories on negotion behaviour semi-standardized elite interviews were conducted with exiperienced negotiators in the Icelandic Foreign Service. Group of six Icelandic diplomats with equal gender, age and educational distribution was interviewed. Analysis based on the findings of these interviews took into consideration restrictions on negotiation behaviour by several elements: strong chain of agency, hard interests of the state and framework agreements from various international organizations. Convergence was sought as real-life behaviour described in the interviews was compared with theories of negotiation behaviour. Finally, social constructivism was applied as theorhetical framework for this analysis. Conclusions state that when the abovestated restrictions do not hinder the negotiators the negotiation process shows signs of following the main patterns laid out in theories of negotiation behaviour.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafrun Stefansdottir HI MPA.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hafrun Stefansdottir Skemman Yfirlysing.pdf49.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF