is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30062

Titill: 
  • Frístundabyggðir á krossgötum: Um þróun frístundabyggða og stjórnsýslulegar áskoranir vegna breytinga á hagnýtingu frístundahúsa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um þróun frístundabyggða og stjórnsýslulegar áskoranir vegna breytinga á hagnýtingu frístundahúsa.
    Markmið þessarar rannsóknar er þríþætt. Í fyrsta lagi er markmið hennar að greina þá stjórnsýslulegu þætti sem hafa með beinum og óbeinum hætti haft áhrif á þá þróun sem hefur orðið á annars vegar skipulagi frístundabyggða og hins vegar hagnýtingu frístundahúsa frá því þær komu fyrst fram á sjónarsviðið. Í öðru lagi er markmið rannsóknarinnar að bera kennsl á þá þætti í þróun frístundabyggða og breytinga á hagnýtingu frístundahúsnæðis sem eru líklegir til að skapa vandamál og/eða stjórnsýslulegar áskoranir sem sveitarfélög þurfa að takast á við og leysa. Í þriðja lagi er það markmið rannsóknarinnar að vekja upp almenna umræðu um skipulag frístundabyggða og þróun hagnýtingar frístundahúsa til framtíðar litið, hvort stjórnvöld séu nægjanlega vel í stakk búin til að takast á við áskoranir sem tengjast málefnum frístundabyggða miðað við núverandi stjórnsýslukerfi.
    Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og er tilviksrannsókn. Gagnasöfnun og nálgun viðfangsefnis rannsóknarinnar hvílir að mestu leyti á skriflegum gögnum á borð við lög og reglugerðir, greinargerðir og öðrum lögskýringargögnum sem tengjast skipulagi og stjórnsýslu frístundabyggða. Einnig voru tekin viðtöl við forsvarsmenn tveggja sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru flestar áskoranir vegna þróunar frístundabyggða og breytinga á hagnýtingu frístundahúsnæðis snúa að skipulagsvaldi sveitarfélaga, sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga annars vegar og einstaklinga hins vegar, utan að komandi lagasetningu og takmörkuðum tekjuöflunarleiðum sveitarfélaga. Flestar eiga áskoranirnar rætur sínar að rekja til þess að fólk hefur ólíkar þarfir og sýn á það hvað það vill gera með sitt eða sín frístundahús, þar á meðal taka upp fasta búsetu eða ákveða að leigja frístundahúsið út til ferðamanna, en allar breytingar á hagnýtingu frístundahúsa hafa bein og óbein áhrif á stjórnsýslu sveitarfélaga, þar með talið á gerð áætlana fyrir þjónustuþörf og útfærslu þjónustu, sem og þróun landnotkunar og nýtingu auðlinda á borð við neysluvatn.
    Lykilorð: Frístundabyggð, frístundahús, frístundaíbúi, stjórnsýsla, skipulag.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman_yfirlysing_stellahronnjohannsdottir.pdf381.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MPA_shj_fristundabyggdir_a_krossgotum.pdf749.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna