Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30068
Ritgerðin er byggð á eigindlegri rannsókn sem unnin var á vormisseri 2018. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig samráðsferlið Mótum okkur menntastefnu sem var víðtækt opið samráð um stefnu og aðgerðaráætlun í menntamálum Reykjavíkurborgar árið 2017 tókst og hvernig gekk að notast við rafræna samráðsvettvanginn Betri Reykjavík í samráðsferlinu.Þátttökustigi Arnsteins var notaður sem tæki til þess að kanna hvar samráðið Mótum okkur menntastefnu væri staðsett. Þar var kannað hverjir væru möguleikar fólks til aðkomu í ákvörðunartökuferlinu. Út frá greiningu þá er Mótum okkur menntastefnu staðsett í efsta þrepi þátttökustigans en þar er megináherslan lögð á samstarf og bein áhrif íbúa. Staða rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi er könnuð með tilliti til mælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Mótum okkur menntastefnu þykir sýna viðleitni til þess að bæta stöðu rafrænnar þátttökuvísitölu Íslands. Það er í samræmi við sóknaráætlunina Ísland 2020 þar sem hluti af markmiði númer átta er að Ísland verði meðal tíu efstu þjóða árið 2020 í rafrænni þátttökuvísitölu Sameinuðu þjóðanna.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samráðsferlið Mótum okkur menntastefnu hafi gengið vel og sé í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með og að rafræni samráðsvettvangurinn Betri Reykjavík hafi verið góð viðbót en þarfnist þróunar ef nota eigi aftur við opinbera stefnumótun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð til BA gráðu í stjórnmálafræði.pdf | 536,15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 255,11 kB | Lokaður | Yfirlýsing |