Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30070
Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig kjarnorkusprengjan sem valdatól hafði táknræn áhrif á öryggistilfinningu Bandaríkjamanna, með sérstaka áherslu á öryggi heimilisins. Kjarnorkusprengjan hefur verið áberandi í stríðstengdum umræðum eftir að henni var varpað á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var spennuþrungið, þar sem bæði ríkin voru viðbúin kjarnorkustyrjöld, þó hvorug hafi verið viljug til að hefja það. Kjarnorkusprengjan skapaði á vissan hátt öryggistilfinningu en um leið óöryggistilfinningu sem einkenndist af ótta og kvíða hjá almenningi bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif sprengjunnar á öryggisvitund Bandaríkjamanna, þar sem þeir undirbjuggu sig með ákveðnu upplýsingaflæði til almennings og æfingum í byrjun sjötta áratugarins með það fyrir augum að lifa af yfirvofandi stríð. Þrátt fyrir öryggisráðstafanir ríkti öryggisleysi, þar sem hver staður og heimili gat umbreyst í geislavirkna auðn á svipstundu, sem bitnaði meðal annars á öryggi heimila. Kjarnorkusprengjan var ekki einungis ógnarafl sem ögraði óvinum, heldur einnig verkfæri þeirra sem réðu yfir sprengjunni. Kvíði, ótti og óöryggi sem myndaðist við sprengjuna gerði bandarískum yfirvöldum kleift að hervæða enn frekar daglega tilveru þjóðarinnar.
The purpose of this thesis is to research the symbolic power and influences that the atom bomb had on security and homes in the United States of America. The atom bomb has been a common subject of war related discourse, ever since it was first used on both Hiroshima and Nagasaki in 1945. The cold war between the United States of America and the Soviet Union was tense, as both powers were ready for nuclear warfare, even though neither would commence first strike. The bomb paradoxically created both security and insecurity at the same time, which made fear and anxiety a common factor in the daily of the US and the Soviet Union. This thesis will touch how the bomb affected the security awareness in the US and how the government prepared the public for impending nuclear war in the 1950‘s. The security measures had little effect on reducing the common insecurity, as no space and home was safe from instantly becoming a nuclear wasteland. In that way, the atom bomb wasn‘t only a threat to the enemies, but also a certain political tool for those that controlled it. Nuclear anxiety, fear and insecurity that the bomb created was thus a powerful way for the US government to increase the militarization of everyday life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gereyðing í aðsigi - Elvar Aron Birgisson.pdf | 861.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing - Elvar Aron.pdf | 97.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |