is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30074

Titill: 
  • Ofbeldi í nánum samböndum: Með tilliti til ungmenna, sjálfsmyndar og samfélagsmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofbeldi í nánum samböndum er orðið verulegt vandamál um allan heim og hefur það áhrif á heilsu og velferð hjá körlum, konum og börnum. Þetta vandamál á sér stað án tillits til kyns, aldurs, trúarbragða og þjóðernis. Tíðni ofbeldis í nánum samböndum er hærri hjá ungum einstaklingum heldur en hjá fullorðnum og hefur það því áhrif á ungmenni um allan heim í dag.
    Breytingar á persónuleika og sjálfsmynd eru mestar á tímum unglingsárana til ungs fullorðinsára og eru náin sambönd talin vera lykilatriði þegar kemur að sjálfsmynd þeirra og gegna því mikilvægu hlutverki í lífi ungmenna. Ofbeldi í ungum parasamböndum er því alvarlegt vandamál þar sem afleiðingar þess geta haft áhrif á sjálfsmynd, sjálfsálit og sjálfsvirðingu sem er að þróast. Þolendur ofbeldis geta farið að týna sjálfum sér og getur þetta ýtt undir ýmsa áhættuhegðun meðal ungmenna. Afleiðingar ofbeldis í ungum parasamböndum getur haft bæði skammtíma og langtíma áhrif á þolendur sem jafnvel geta varið alla ævi og haft áhrif á komandi kynslóðir.
    Helstu niðurstöður eru að ofbeldi í nánum samböndum er í grundvallatatriðum ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka og eru birtingarmyndir þess líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og/eða kynferðislegt ofbeldi. Sjálfsmynd einstaklinga er í mestri þróun á unglingsárunum og getur ofbeldi í ungum parasamböndum og samfélagsmiðlar haft áhrif á neikvæð áhrif á mótun hennar. Félagsráðgjafar á þessum vettvangi eru því mikilvægir bæði fyrir stuðning, ráðgjöf, forvarnir og fræðslu fyrir ungmenni sem verða þolendur ofbeldis í nánum samböndum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_BA_KarenHarpaHarðardóttir.pdf12.7 kBLokaðurPDF
BA_Ritgerð_KarenHarpaHarðardóttir_Félagsráðgjöf_Lokaskil.pdf898.06 kBOpinnPDFSkoða/Opna