Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30076
Markmið þessarar ritgerðar er að greina birtingarmyndir fötlunar í þáttaröðunum Family guy, South Park, Futurama, The Simpsons og Rick and Morty og var það gert með orðræðugreiningu í anda Michel Foucault. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar liggur í gagnrýnni fötlunarfræði með áherslu á hið menningarlega sjónarhorn fötlunarfræðanna. Auk þess var skoðað hvernig mýtur í kringum fötlun og fatlað fólk stuðla að og viðhalda staðalmyndum, hvernig fatlað fólk hefur verið notað sem uppspretta háðs í gegnum tíðina og í lokin rannsóknir sem snúa að ríkjandi staðalmyndum um fötlun og hvernig fötlun hefur verið framsett í leiknu efni. Þáttur húmors og kenningar sem hann umlykja var einnig skoðaður og farið var yfir mismunandi gerðir af húmor.
Niðurstöður hafa sýnt að staðalmyndir og orðræður um fötlun voru oftast notaðar til þess að kollvarpa fyrirframgefnum hugmyndum samfélagsins um fatlað fólk og var húmorinn notaður til þess að koma skilaboðunum á framfæri. Mikið bar á því að húmorinn væri settur fram á smættandi máta fyrir þann hóp sem hann beinist að. Brandarar höfðu þó ekki alltaf tilgang og klósetthúmor var algengur þegar kemur að styttri atriðum og þáttabrotum. Í einu tilviki var fötluð sögupersóna þó hvergi dregin í dilka, fötlun hennar var til staðar en hún hvorki tók frá né bætti neinu við söguþráðinn.
The aim of this study is to identify how disability is portraied in the animated TV shows Family guy, South Park, Futurama, The Simpsons and Rick and Morty through discourse analysis based on Michel Foucault´s theories. The study´s theoretical background is based on critical disability studies with emphasis on culture, with addition to looking at how myths surrounding disabilities and disabled people promote stereotypes of disability and how disabled people have been portraied in movies and TV trough the years. The aspect of humor and theories surrounding it was also examined.
Results have shown that stereotypes and discourse surrounding disabilities are most commonly used to overturn the pre-defined ideas of society and humor was used to emphasize the point. Jokes were most commonly used in a demeaning and disabling manner and toilet-humor was frequently the focus point when it came to short scenes. In one case the disabled protagonist was portraied in a neutral manner, his disability was present, but it neither took nor added anything to the plot.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing-undirrituð.pdf | 580.2 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Á bakvið hláturinn - MA ritgerð Helga Gestsdóttir - Lokaeintak.pdf | 566.05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |