is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30079

Titill: 
  • #höfumhátt: Áhrif samfélagsmiðla á dagskrá stjórnvalda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa samfélagsmiðlar verið notaðir í auknum mæli til að vekja athygli á og skapa umræðu um margskonar samfélagsleg vandamál. Myllumerki hafa verið notuð til gefa málefnum táknmynd og safna umræðum á sama stað á samfélagsmiðlum en oft er markmiðið líka að ná athygli stjórnvalda í þeirri von að þau geti tekið vandamálin fyrir á dagskrá stjórnvalda. En hvað þarf til að koma málum á dagskrá stjórnvalda?
    Markmið þessarar ritgerðar er að auka skilning á því hvernig opinber stefnumótun gengur fyrir sig og þá sérstaklega hvernig mál ná athygli stjórnvalda. Með meginrannsóknarspurningu ritgerðarinnar að leiðarljósi verður leitast við að varpa ljósi á það hvort og þá hvernig samfélagsmiðlar geti haft áhrif á dagskrá stjórnvalda með því að
    hafa áhrif á almenningsálitið. Gögn rannsóknarinnar eru fréttaumfjöllun fjölmiðla, efni sem birt var á samfélagsmiðlum, skriflegar heimildir og bækur. Leitað verður vísbendinga um hvort og þá hvernig umræða á samfélagsmiðlum hafi haft áhrif á almenningsálitið og þá mögulega á dagskrá stjórnvalda. Áhrif samfélagsmiðla verða könnuð með því að skoða aðdraganda þess að gerðar voru breytingar á ákvæðum um uppreist æru í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Farið verður yfir umræðuna sem
    myndaðist undir myllumerkinu #höfumhátt og atburðarásina sem leiddi til breytinga á ákvæðum um uppreist æru í lögum þann 28. september 2017. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar eru teknar til umfjöllunar dagskrárkenningar, sérstaklega kenning Johns W. Kingdons um glugga tækifæranna og straumana þrjá, ásamt fleiri rannsóknum ogkenningum.
    Niðurstaðan var sú að í þessu afmarkaða tilviki hafi samfélagsmiðlar haft áhrif á að málefnið „uppreist æru“ komst á dagskrá stjórnvalda. Samfélagsmiðlar voru notaðir af brotaþolum Róberts Downeys og aðstandendum þeirra til að vekja athygli á málefninu og
    hafa áhrif á almenningsálitið. Samfélagsmiðlar, með hjálp fjölmiðla, héldu athygli á málefninu, gáfu því táknmynd og það má segja að áhrif þeirra hafi hraðað öllu stefnumótunarferlinu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Stefánsdóttir- BA lokaverkefni.pdf772.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 8 May 18 (2).pdf495.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF