is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30082

Titill: 
  • „Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns“: Um sögu og eðli íslenskra einsöngslaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sönglagahefð í íslenskri tónlistarsögu. Tengsl ljóða- og tónsmíða eru rannsökuð með áherslu á klassíska tónlist og reynt er að sýna fram á hvernig bókmenntir og tónlist geta haft víxlverkandi áhrif. Tilurð og uppruni ljóðasöngs í evrópskri tónlistarsögu eru rakin og þýsk rómantík 19. aldar er þar í brennidepli. Með samanburði á þýskri og íslenskri tónlistar- og bókmenntasögu er hægt að varpa ljósi á sérkenni íslenskrar tónlistarmenningar.
    Fyrsti kafli hefst á almennri umfjöllun um rómantíska tímabilið en því næst er fjallað um þýsku ljóðskáldin Goethe og Heine og tónskáldið Schubert. Nokkur sönglög eftir þessa listamenn eru tekin til greiningar og kannað hvaða áhrif tónsmíðarnar hafa á ljóðin. Annar kafli er helgaður íslenskri tónlistarsögu en í honum eru sérkenni íslenskrar tónlistar dregin fram og þau könnuð í evrópsku samhengi. Hugað er að upphafi íslenskrar sönglagasmíðar og þróuninni sem varð á einsöngslaginu á fyrri hluta 20. aldar. Samstarf nokkurra íslenskra ljóð- og tónskálda í upphafi 20. aldar er jafnframt tekið til umfjöllunar. Þriðji kafli fjallar um ljóðskáldið Jónas Hallgrímsson og sýn hans á tónlist og söng. Jónasarlögin, sönglög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar, eru greind og könnuð.
    Í ritgerðinni er rannsakað hvernig söngur hefur lifað með þjóðinni allt frá landnámi, sem og hvaða gildi hann hefur fyrir hana. Heimildir um íslenska tónlistarsögu eru af skornum skammti en ýmsar vísbendingar um söngiðkun er til dæmis að finna í íslenskum miðaldabókmenntum. Tónlistarsagan er að mörgu leyti samofin bókmenntasögunni og ljóðasöngur er eitt besta dæmið um það. Í sönglagi sameinast ljóð og lag og verða að einu, margvíðu listaverki.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.BA.Gudrun.Brjansdottir.pdf394.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.Gudrun.pdf60.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF