is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30086

Titill: 
  • Safnkostur listasafna: Stafræn miðlun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í skráningu og miðlun safnkosts listasafna. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og voru tekin sex opin og hálfstöðluð viðtöl við sjö viðmælendur ásamt einni þátttökuathugun. Fyrirliggjandi gögn voru einnig skoðuð. Viðmælendur voru starfsmenn þriggja listasafna sem eru aðildarsöfn að Menningarsögulega gagnasafninu Sarpi. Til samanburðar voru einnig tekin viðtöl við starfsmenn safns sem notar annað skráningarkerfi en Sarp. Þar að auki, með það að markmiði að varpa enn skýrara ljósi á viðfangsefnið, var tekið viðtal við starfsmenn hjá Rekstrarfélagi Sarps og hjá Myndstefi, hagsmunasamtökum myndhöfunda. Rannsóknin fór fram haustið 2017 og í byrjun árs 2018. Þær rannsóknarspurningar sem leitast var við að svara voru þrjár: 1) Hver er staðan á rafrænni skráningu safneigna listasafna? 2) Hvert er viðhorf starfsmanna til notkunar rafrænna kerfa og til þróunar kerfanna? 3) Með hvaða hætti eru ljósmyndir af listaverkum birtar á vefnum?
    Í rannsókninni kom fram að skráning safneigna listasafnanna í rafræn gagnakerfi var komin langt á veg. Sum söfn voru að yfirfara skráninguna, ljósmynda verk, og bæta við upplýsingum. Með þverfaglegum gagnagrunnum, líkt og Sarpur er, eykst gildi upplýsinga þegar munir eru settir í tengsl við aðra hluti og aðrar tegundir af upplýsingum. Það sem einnig ávinnst með sameiginlegum gagnagrunni er að fagleg skráning er tryggð betur með eftirliti frá Rekstrarfélagi Sarps, öðrum aðildarsöfnum og með ábendingum frá notendum. Aukin þróun í átt að gagnvirkri framsetningu á safneign þar sem reynt er að virkja notendur má sjá á mörgum erlendum síðum. Gagnvirkir möguleikar ytri vefs Sarps hafa stuðlað að samtali safna bæði við listamenn og almenning um safneignina og bætt við mikilvægum upplýsingum um verk í skráninguna.
    Listasöfn sýna hluta af safneign á sýningum, sum með fastar sýningar. Safneignir listasafna eru því að stórum hluta í geymslum. Stafrænar ljósmyndir af listaverkum er því mikilvægur hluti af miðlun upplýsinga um listaverka á netinu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að sum söfn birta ljósmyndir úr safnmunaskrám sem eru í höfundarétti safnsins önnur hafa ýmist samið við höfunda, rétthafa höfunda eða höfundaréttarsamtök en nú stendur til að reyna að samræma þá samninga.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TelmaHaraldsdottir_MISritgerd.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
TelmaHaraldsdottir.pdf52.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF