is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30088

Titill: 
  • Stimpilkenning. Áhrif stimplunar á mál Róberts Árna Hreiðarssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar verður tvíþætt. Annars vegar verða þau hugtök sem eru mikilvæg fyrir stimpilkenninguna skilgreind, fjallað verður um upphaf hennar, hvernig stimpilkenningin var upprunalega sett fram og farið verður yfir helstu kennismiði og framlag þeirra til kenningarinnar. Því næst verða eldri rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði skoðaðar og að lokum verður farið yfir alla þá gagnrýni sem stimpilkenningin hafði fengið. Í seinni hlutanum verður forsaga máls Róberts Árna skoðuð þar sem farið verður yfir hvað hann var dæmdur fyrir og þann dóm sem hann fékk. Í kjölfarið verður skoðað hvaða áhrif stimplunin hafði á mál Róberts Árna, hvernig líf hans var eftir að hann fékk stimpilinn og hvaða áhrif hún hafði á valkosti hans eftir að hann var búinn að sitja af sér dóm sinn. Að lokum verða skoðaðir þeir fordómar sem hann sjálfur og þeir sem reyndu að hjálpa honum urðu fyrir. Niðurstöðurnar voru á þá leið að með því að stimpla einstakling er samfélagið að einangra hann og gera hann að eins konar útlagar í samfélaginu. Hræðslan við þessa einstaklinga gerir það að verkum að samfélagið er ekki til í að gefa þeim annað tækifæri, sem þýðir að þeir af tækifærum til að betra líf sitt vegna þeirra fordóma sem eru í gangi í samfélaginu um þá. Þetta leiðir til þess að líkurnar á að þeir brjóti af sér aftur aukast því að þeim er ekki gefið tækifærið á að betra sig og líf sitt.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stimpilkenning - Áhrif stimplunar á mál Róberts Árna Hreiðarssonar BA ritgerð lokaeintak.pdf330,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20180508_0002.pdf255,83 kBLokaðurYfirlýsingPDF