Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3009
Byggingarlegar forsendur hitastigsaðlögunar próteina jaðarlífvera hafa verið mikið rannsakaðar undanfarna áratugi. Þetta verkefni er hluti af stærra rannsóknarverkefni þar sem er gerður samanburður á eiginleikum og byggingu samstofna ensíma, sem til heyra subtilisin-líkra seríne próteinasa nánar til tekið subtilösum. Beitt er markvissum stökkbreytingum til að svara spurningum um hitastigsaðlögum ensíma. Í þessu verkefni var framkvæmd þrefalda stökkbreytingin H119A/R120S/R121G á hitakæra ensíminu aqualysini I. Var þessi stökkbreyting valin með tilliti til samsvarandi amínósýruraðar í samstofna ensími úr kuldakærri Vibrio-tegund (VPR). Til að meta áhrif stökkbreytingarinar var stökkbreytta ensímið borið saman við villigerð þess, með mælingum á hraðafræði og stöðugleika próteinsins. Einnig var notast við flúrljómunarbælingu með akrýlamíði til að meta hvort að einhver breyting hefði verið á heildarsveigjanleika stökkbrigðisins. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ekki er marktækur munur á stökkbreytta ensíminu og villigerðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 933.89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |