is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30096

Titill: 
  • Morðbrennan á Illugastöðum. Agnes í ljósi skáldsagna og frumheimilda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er 10 ECTS- eininga lokaverkefni til BA-gráðu í íslensku við Háskóla Íslands. Morðbrennan á Illugastöðum hefur lengi veitt höfundum innblástur að skáldsögum, leikritum og þáttum. Aftaka dæmdra morðingjanna, Agnesar og Friðriks var jafnframt sú seinasta hér á landi. Í þeim sögum sem fjalla um málið taka höfundar fyrir þá atburði sem leiddu til morðbrennunnar og eru þær flestar á sama máli: Agnes skipulagði morðið á Natani, ástmanni sínum sem hafði svikið hana í tryggðum. Til verksins hafi hún fengið Friðrik, aðeins 18 ára gamlan og Sigríði Guðmundsdóttur, 16 ára vinnustúlku á Illugastöðum. Með ráðabruggi sínu réði hún Natan af dögum en Pétur var aðeins veginn vegna þess að hann var gestkomandi á staðnum þegar þau létu til skarar skríða.
    Í þessari ritgerð er samband Agnesar og Natans rakið í helstu skáldsögum um morðbrennuna frá þeirri fyrstu, Sögunni af Natani Ketilssyni sem kom út fyrir aldamótin 1900, til þeirrar seinustu, Náðarstundar sem kom út árið 2013. Skoðaðar voru greinar fræðimanna sem líta til frumheimilda, s.s. yfirheyrslur yfir vitnum og sakborningum sem leiddu í ljós að ekkert ástarsamband var sannað á milli Agnesar og Natans. Auk þess var hlutur Agnesar í morðunum stórlega ýktur í skáldsögunum.
    Ástæður sakborninganna fyrir morðunum voru ólíkar. Litið var til ýmissa kenninga fræðimanna sem hafa orðræðugreint frumheimildirnar og eru flestir á sama máli um að Natan hafi beitt Agnesi og Sigríði ofbeldi. Friðrik ásældist hins vegar peninga Natans. Engu að síður fengu þremenningarnir sama dóm.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
anonym2620_doc05548620180508123050.pdf292,71 kBLokaðurPDF
B.A. Ritgerð - Morðbrennan á Illugastöðum.pdf583,9 kBOpinnPDFSkoða/Opna