is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30097

Titill: 
  • Reynsla ritstjóra tískutímarita á að stunda samfélagsábyrgð í íslensku markaðsumhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið samfélagsábyrgð hefur verið áberandi í umræðunni á seinustu árum, þá sérstaklega eftir efnahagshrunið sem skall á árið 2008. Tískutímarit kannast svo flestir við en þau hafa í mörg ár verið áhrifamikill partur í heimi hönnunar og lista. Markmið ritgerðar var að sameina þessi tvö hugtök, samfélagsábyrgð og tískutímarit, til að rannsaka reynslu íslenskra ritstjóra tískutímarita á að stunda samfélagsábyrgð. Við gerð rannsóknar voru tekin fimm djúpviðtöl við stjórnendur tímarita sem fjalla um tísku á Íslandi. Eftir greiningu viðtala út frá fyrirbærafræðilegri greiningaraðferð var stuðst við reynslu þeirra og upplifun sem hjálpa til við að svara rannsóknarspurningunni: ,,Hver er reynsla ritstjóra tískutímarita á að stunda samfélagsábyrgð í íslensku markaðsumhverfi?” Lykilhugtök rannsóknar voru umhverfi, heilsa, mannúð og afstaða til samfélagsmála. Í viðtölunum mynduðust fimm þemu, en þau voru umhverfisvænar leiðir, mikil ábyrgð, mannréttindi, nauðsynleg afstaða og enginn þrýstingur.
    Niðurstöður rannsóknar benda til þess að ritstjórar tískutímarita á Íslandi stundi samfélagsábyrgð af nokkuð miklum metnaði. Þeir finni ekki pressu frá samfélaginu að sinna samfélagsábyrgð en telja mikilvægt í stöðu sinni sem ritstjóri að leggja sitt af mörkum til að stuðla að betra samfélagi. Ritstjórarnir eru meðvitaðir um áhrifin sem þeir hafa á lesendann og skilaboðin sem þeir gefa frá sér.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKALOKA pdf.pdf567.42 kBLokaður til...04.04.2030HeildartextiPDF
Skemman SKILA INN.pdf241.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF