is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30099

Titill: 
  • Er betrunarstefna lykillinn að árangri í fangelsisvist á Íslandi: Betrun, mikilvægi félagsráðgjafa og úrræði í fangelsismálakerfinu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lengi vel voru fangelsi ekki til staðar á Íslandi eða alveg fram á 18.öld. Fangelsistefna hefur verið í þróun hér á landi á undanförnum árum. Refsingar sem fólk fékk ef það braut af sér áður fyrr voru líkamlegar refsingar, aflimun eða brennimerking, sem tíðkuðust hér á landi allt fram á 18. öld. Umræðan seinustu ár um málefni fanga hefur breyst og lagt hefur verið aukin áhersla á að auka betrun innan veggja fangelsa og draga úr þeirri refsistefnu sem hefur verið allsráðandi í stefnu dómsmála hér á landi. En til að þessi breyting nái fram að ganga þarf að leggja aukna áherslu á að auka fjármagn til að fá fleiri fagaðila inn í fangelsin til að hægt sé að stuðla að og fylgja eftir þeirri betrunarstefnu sem lagt var áherslu á með breytingu á löggjöfinni um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á Norðurlöndunum hafa sýnt að betrun minnkar endurkomutíðni fanga í fangelsin og fækkar afbrotum í samfélaginu. Í þessari ritgerð verður lögð áhersla á mikilvægi betrunarstefnu og hún skoðuð út frá sjónarhorni félagsráðgjafa og hvernig birtingarform betrunar er hér á landi. Fjallað verður um bæði lokuð og opin úrræði í fangelsismálakerfinu og hvernig menntun félagsráðgjafa getur nýst í vinnu með föngum. Auk þess er lögð áhersla á það sem er ábótavant í fangelsismálakerfinu á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að of fáir fagaðilar vinna hjá Fangelsismálastofnun og ná þeir ekki að mæta eftirspurn fanganna og þarf að leggja meira fjármagn í þann málaflokk. Auk þess þarf að leggja meiri áherslu á betrun því þótt lögð sé áhersla á þá stefnu í nýju löggjöfinni er hún ekki mikil í framkvæmd innan veggja fangelsa hér á landi. Lítil sem engin aðstoð fagaðila er til staðar innan fangelsanna. Fangar gefst kostur að mennta sig og vinna er í boði fyrir þá, sem er ekki nóg. Mikilvægt er að leggja aukna áherslu á fangelsismálakerfið á Íslandi til að draga úr afbrotum og endurkomutíðni fanga en til þess þarf að fjölga úrræðum og auka fjármagn úr ríkissjóði inn í fangelsismálakerfið.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing .pdf2.02 MBLokaðurYfirlýsingPDF
LOKAEINTAK_TÓJ.pdf531.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna