is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3010

Titill: 
 • Notkun og afgreiðsla neyðargetnaðarvarnataflna á Íslandi
 • Titill er á ensku The use and over-the-counter selling of the emergency contraception in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Neyðargetnaðarvörn er skilgreind sem neyðarúrræði til að koma í veg fyrir þungun
  eftir óvarðar samfarir. Hún er notuð eftir að samfarir hafa átt sér stað, en þó áður en að
  kona er orðin þunguð. Lyfið kemur í veg fyrir getnað með því að hindra egglos og trufla
  sæðisflutning upp í eggjaleiðara að einhverju leyti. Sölufyrirkomulagi á Íslandi svipar
  til þess sem er á Norðurlöndunum.
  Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um hverjir væru helstu
  notendur neyðargetnaðarvarnartaflna á Íslandi og hvernig staðið væri að afgreiðslu
  lyfsins í apótekum. Spurningalisti var hannaður og lagður fyrir í 36 apótekum um allt
  land á tímabilinu 13. febrúar til 26. apríl.
  Flestir þátttakendur voru stúlkur á aldrinum 16-24 ára, eða 65,2%, um 52,2%
  kvenna bjuggu í foreldrahúsum og 54,2% voru enn í námi. Alls höfðu 84,5% lokið
  grunn- eða framhaldsskólamenntun og af foreldrum þeirra höfðu 79,9% feðra lokið
  framhalds- eða háskólamenntun og 69% mæðra. Um helmingur var í föstu sambandi.
  Vitneskju um neyðargetnaðarvörnina öfluðu flestir þátttakendur sér hjá vinum (53%).
  Um 88,8% notenda kusu að fara í apótek frekar en á aðrar heilbrigðisstofnanir til að
  nálgast lyfið.
  Flestallar konurnar álitu upplýsingarnar sem þær fengu frá lyfjafræðingnum
  góðar og meira en helmingur allra kvenna fengu upplýsingar um hvernig á að taka
  neyðargetnaðarvörnina, hvernig lyfið virkar og hverjar eru mögulegar aukaverkanir, en
  aðeins litill hluti fékk upplýsingar um aðrar getnaðarvarnir. Aðstöðu til fræðslu og
  trúnaðarsamtala kann að vera áfátt í mörgum apótekum.
  Neyðargetnaðarvörnin virðist einkum notuð af litlum hópi ungra og nokkuð vel
  menntaðra kvenna með svipaðan bakgrunn.

Samþykkt: 
 • 9.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loka ritgerd_pd_fixed.pdf2.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna