en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30100

Title: 
 • Title is in Icelandic Netverslun með matvöru á Íslandi: Tímasparnaður í nútímasamfélagi?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Innkaup á matvöru á netinu eru í sífelldum vexti og jafnframt njóta tilbúnir matarpakkar vaxandi vinsælda en rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á þennan markað á Íslandi. Áhersla var lögð á að skoða hverjir það eru sem nýta sér þjónustu sem þessa, hvort staðfærsla þeirra fyrirtækja sem selja matarpakka standist og hvort tengsl finnist á milli viðhorfs til matarsóunar og kaupa á tilbúnum matarpökkum.
  Framkvæmd var megindleg rannsókn í formi spurningalista sem birtur var á netinu. Spurningalistinn innihélt meðal annars spurningu tengda matarsóun sem tekin var úr rannsókn sem Umhverfisstofnun hefur tvisvar framkvæmt um það viðfangsefni.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að algengast er að þátttakendur hafi verslað matvöru á netinu í gegnum vefverslun Nettó og matarpakka hjá Eldum Rétt. Þátttakendur sem ekki kaupa matvöru á netinu voru sammála því að ein af ástæðum þess að þeir gera það ekki er að þeir treysti sjálfum sér best til að velja matvöru, svosem ferskvöru eða vegna þess að matvöruverslun er í næsta nágrenni við heimili þeirra. Niðurstöðurnar sýndu einnig að langflestir leggja mikla áherslu á að lágmarka það magn matar sem hent er á heimili þeirra en ekki reyndist marktækur munur á viðhorfi til matarsóunar og kaupa á tilbúnum matarpökkum. Hinsvegar reyndist vera marktækur munur á milli hópa með tilliti til þess hvort þátttakendur hefðu keypt tilbúna matarpakka og hvort þeir kysu að lágmarka þann tíma sem fer í að ákveða hvað á að vera í matinn.

Accepted: 
 • May 8, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30100


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSLokaskil_Eydís_Sigrún_Jónsdóttir.pdf3.97 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_ Yfirlýsing Eydís Sigrún1.88 MBLockedYfirlýsingPDF