is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30103

Titill: 
  • Geðrænir erfiðleikar. Skilningur, úrræði og bati
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var kanna reynslu og upplifun meðlima Hugarafls af sjúkdómsmiðuðu nálguninni og bataferlinu við geðrænum erfiðleikum. Geðraskanir eru algengar á Íslandi. Læknisfræðin hefur verið í fararbroddi í því að meðhöndla þær. Iðulega ber á neikvæðum fréttum í málaflokknum. Talað er um brotalamir í kerfinu og fjölgun öryrkja vegna geðraskana. Hugarafl eru frjáls félagsamtök sem starfa á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við heilsugæsluna Geðheilsa-eftirfylgd (GET). Samtökin starfa eftir hugmyndafræði batalíkans og valdeflingar og hafa náð góðum árangri að snúa lífi einstaklinga með geðrænan vanda til betri vegar. Ákveðið var að ráðast í rannsóknina til þess að fá betri innsýn í tilveru fólks sem hafði bæði reynslu af læknisfræðilegu nálgunini og batalíkaninu. Rannsóknarspurningin var: Hvernig skilgreindu einstaklingarnir orsök geðrænna erfiðleika sinna, hver voru viðbrögð þeirra og hvernig náðu þeir bata? Tekin voru fjögur viðtöl auk þess sem rætt var við Auði Axelsdóttur forstöðukonu Geðheilsu-eftirfylgdar um hugmyndafræði samtakanna og stefnu geðheilbrigðismála á Íslandi. Niðurstöður voru á þá leið að það var misjafnt hvenær viðmælendur mínir fóru að finna fyrir einkennum og þeir skilgreindu orsakir þeirra á ólíkan hátt. Þeir enduðu allir undir læknishöndum, tóku upp sjúkdómskýringar á ástandi sínu og hófu lyfjameðferð. Afleiðingarnar voru að þau urðu sjúklingar og óvirk í eigin tilveru. Þau gáfust þó ekki upp á að ráða bót vanda sínum og gerðust notendur í Hugarafli þar sem þau fengu nýjar skýringar á á orsökum erfiðleikanna sem gaf þeim von um bata. Vonin virkjaði þá til þess að vinna áfram að geðheilsu sinni með batann að leiðarljósi. Eftir að hafa unnið eftir aðferðum valdeflingar hafa viðmælendurnir öðlast betri líðan og lifa nú lífi sem þeir eru sáttir við.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grétar-Björnsson_Geðrænir-erfiðleikar_BA-vor-2018.pdf968.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf304.78 kBLokaðurFylgiskjölPDF