is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30109

Titill: 
  • Viðhorf alþingismanna til innflytjenda á árunum 2012 - 2018
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru viðhorf alþingismanna til innflytjenda á árunum 2012 til 2018. Rannsóknin beindist að greiningu viðhorfa þingmanna við lagasetningu, umræður á þingi og almennri orðræðu. Eru viðhorfin greind í sögulegu samhengi, með hliðsjón af réttarástandinu, stjórnskipulegum þáttum og félagslegum þáttum, sem haft geta áhrif á viðhorf alþingsmanna og nauðsynlegt kann að vera að líta til við greiningu á viðhorfum þeirra. Þannig kemur til dæmis fram að þingmenn eru almennt jákvæðir í garð evrópskra innflytjenda, ekki síst vegna þjóðréttarlegra samninga, auk þess sem reynsla hefur fengist af opnum heimildum evrópskra aðila til þess að festa hér rætur. Ljóst er að lagaramminn er nokkuð strangur gagnvart öðrum þjóðum þó að ákveðin tilslökun eigi sér stað gagnvart flóttamönnum. Í niðurstöðum þessarar ritgerðar er þó gerð grein fyrir því að þrátt fyrir strangan lagaramma og varkárni ýmissa þingmanna, er viðhorfið almennt jákvætt gagnvart útlendingum á umræddu tímabili. Er það ekki síst jákvætt í tengslum við fjölmenningu, en þó kunna einstakir þingmenn að hafa viðrað skoðanir sem að teljast gagnstæðar þeirri þróun og á köflum jafnvel fordómafullar. Er gerður greinarmunur á annars vegar viðhorfi til fjöldatakmarkana og hins vegar á viðhorfi til samþættingar innflytjenda í samfélaginu. Þó að samstaða meðal þingmanna sé ekki nægjanleg til þess að losa um stranga fjöldatakmörkun laganna, eru þingmenn oftast jákvæðir í garð þeirrar fjölmenningar sem innflytjendur bera með sér þegar þeir að endingu fá að setjast hér að.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11A.BC.Viðhorf alþingismanna til innflytjenda.pdf768.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf44.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF