is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3011

Titill: 
 • Þýðing á tagalogsku á tveimur köflum sögunnar RÖDDIN eftir Arnald Indriðason
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í lokaritgerð til B.A.-prófs í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands ætla ég að þýða valda hluta úr bókinni Röddin eftir Arnald Indriðason. Tungumálið sem ég ætla að þýða yfir á er tagalog en það er móðurmál mitt frá Filippseyjum. Meginefni ritgerðarinnar verður þýðingin sjálf. Einnig munu koma fram öll þau vandamál sem ég lenti í við þýðinguna, bæði sem tengjast málfræðinni og einnig þau vandamál sem tengjast íslenskum sérnöfnum. Ritgerðin verður í tveimur meginhlutum: Fyrst kemur inngangurinn og síðan þýðingin sjálf.
  Tilgangur minn með verkinu er að skoða í gegnum þýðinguna muninn á íslenskri og tagalogskri málfræði, til dæmis hvernig setningar eru byggðar upp og hvernig mismunandi notkun orðflokka er háttað með tilliti til tungumálanna.
  Íslensk og tagalog eru ólík tungumál. Í raun og veru á tagalog ekki til sagnorðin vera og verða og í setningu kemur sögnin fremst, þá andlagið en frumlagið er síðast. Einnig er munur á nafnorðum í íslensku og tagalog. Nafnorð í íslensku beygjast í fjórum föllum en í tagalog eru föllin þrjú, nefnifall, eignarfall og aukafall.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um þýðingarvandamálin sem komu upp í þýðingunni á tveimur köflum úr bókinni. Ég valdi kafla 30 og 31 vegna þess að mér fannst þeir vera mest spennandi kaflarnir í bókinni.
  Við þýðinguna á Röddinni þurfti ég að leysa vandamálin varðandi mannanöfn, staðarheiti og orðatiltæki. Í mannanöfnum sleppti ég séríslenskum stöfum og setti í staðinn stafi úr tagalog sem stóðu fyrir sama eða svipað hljóðgildi og þeir íslensku. Til dæmis kom o í staðinn fyrir bæði ó og ö. Orðatiltækin voru aðeins erfiðari. Það eru ekki alltaf sömu orðatiltæki í íslensku og í tagalog og þess vegna þurfti ég að þýða á setningu á tagalog sem jafngildi orðatiltækinu.

Samþykkt: 
 • 9.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_Andrelin_Axelsson_fixed.pdf392.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna