is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30111

Titill: 
  • Fjártækni. Hvað er fjártækni og hvernig lítur framtíðin út?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjártækni er ný atvinnugrein innan fjármálageirans þar sem tækni er nýtt til þess að ráða endurbót á fjármálastarfsemi. Mun hún auðvelda allar færslur og fjármálagerninga á sama tíma og hún leitast við að auka öryggi og spara tíma viðskiptavinarins. Ný tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu tók gildi í janúar 2018. Kallast hún PSD2 og mun Ísland innleiða hana í lög í gegn um EES samninginn. Nýju tilskipuninni fylgja töluverðar breytingar og er þeim ætlað að gera umhverfið skýrara fyrir þau fjártæknifyrirtæki sem eru starfandi á markaðinum og ekki síður að einfalda sýn neytenda á fjártækni. Segja má að fjártæknin hafi fengið byr undir báða vængi við fjármálahrunið árið 2008. Atvinnuleysi jókst hratt og átti það einnig við í fjármála- og tryggingastarfsemi. Mikið framboð af vinnuafli varð til þess að fólkið fór að leita nýrra lausna og varð fjártæknin vettvangur fyrir þessa nýsköpun. Ásamt því minnkaði traust landsmanna á fjármálastofnunum og vildu neytendur komast hjá því að eiga viðskipti við þær. Það hefur síðan sýnt sig að fjártækni verður ört vinsælli í notkun meðal almennings. Er þar hægt að benda á gögn Helenu Pálsdóttur þar sem frá árunum 2015 til 2017 jókst notkun fjártækni fyrir millifærslur og greiðslur úr 18% í 50%.
    Í þessari ritgerð verður farið yfir umhverfi fjártækninnar og séð hvaða helstu eiginleika hagkerfið þarf að hafa til þess að stuðla að vexti og þróun hennar. Einnig verður þróun fjártækninnar skoðuð og litið er til hinnar svokölluðu „Three E‘s“ aðferðar sem er notuð sem leiðarvísir fyrir ríkisstjórnir heimsins til þess að ná fram sínum markmiðum. Þá verða fjártæknifyrirtæki skoðuð nánar ásamt einkennum þeirra. Jafnframt verða helstu viðskiptamódel þeirra skoðuð en eru þau fimm talsins. Því næst verða svo bankarnir og aðgerðir þeirra til umfjöllunar en þeir þurfa að ákveða hver þeirra næstu skref verða til þess að viðhalda tengslum þeirra við viðskiptavinina. Í lokinn verður svo farið yfir nýja tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu.
    Fjártækni er spennandi nýjung á áður einsleitum markaði. Hægt er að segja með vissu að fjártæknilausnirnar eru komnar til að vera og mun verða áhugavert að fylgjast með þessari atvinnugrein í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 8.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjártækni. Hvað er fjártækni og hvernig lítur framtíðin út?.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf286.71 kBLokaðurPDF